Telur ekki trúlegt að komið verði á samkomutakmörkunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 09:13 Mikið álag hefur verið á heilsugæslum landsins vegna óvanalegs fjölda veirusmita miðað við árstíma. Vísir/Vilhelm Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins. Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét. Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét.
Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira