Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:42 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði. Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði.
Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira