Vésteinn hitti Þóri óvænt í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 10:01 Selfyssingarnir Vésteinn Hafsteinsson og Þórir Hergeirsson hittust fyrir tilviljun í Ólympíuþorpinu í gær. @isiiceland Það eru aðeins tveir dagar í setningarhátíð Ólympíuleikanna í París og íþróttafólk þjóðanna streymir að til Frakkland. Hluti af starfsfólki ÍSÍ er nú mætt í Ólympíuþorpið og stendur undirbúningur sem hæst. Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira