Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2024 12:18 Birkir Thor segir ósennilega að þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og aðrir meðlimir peningastefnunefndar lækki stýrivexti í ágúst. Vísir Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. „Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira