Myndband sýnir aðdraganda árásarinnar á Krít Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 15:19 Á myndbandinu má sjá hvernig ógnandi tilburðir árásarmannanna urðu að stórfelldri líkamsárás. Skjáskot Myndband úr öryggismyndavél sýnir aðdraganda og upphaf stórfelldrar líkamsárásar á íslenska fjölskyldu á Krít fyrr í mánuðinum. Fjölskyldufaðirinn sem er grísk-kanadískur og heitir Emmanuel Kakoulakis er illa haldinn eftir árásina. Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon. Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Árásin átti sér stað á bar í borginni Heraklíon á Krít að morgni miðvikudagsins 17. júlí. Fjölskyldan var í kjölfarið flutt á Venizelio-sjúkrahúsið og hlúað að sárum þeirra. Yana Sana, íslensk eiginkona Emmanuels, og sonur hennar voru í viðtali við DV skömmu eftir árásina. Þar kom fram að Emmanuel hefði nefbrotnað og kjálkabrotnað í árasinni. Þá þurfti einnig að gera aðgerð á honum til að koma súrefni ofan í lungun í gegnum hálsinn. Vísir hefur einnig fjallað um málið. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi verið með ógnandi tilburði í garð fjölskylduföðurins. Það vatt upp á sig og hópur grískra manna réðust á Emmanuel og son hans grimmilega, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi að grípa inn í. Í æsingnum sem braust út tókst árásarmönnunum að komast undan áður en að lögregla kom á vettvang. Stjórnvöld bæði á Grikklandi, Kanada og Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af málinu og ferðamálaráðherra Grikklands hefur heimsótt Emmanuel á sjúkrahúsið. Ofbeldismál af þessum toga hafa fært sig í aukana samkvæmt grískum miðlum og óttast er að þau kunni að hafa fælandi áhrif á ferðamenn. Enginn hefur enn verið handtekinn í málinu en lögregla hefur borið kennsl á minnst tvo úr hópi árásarmannanna. Þeir eru sagðir góðkunningjar lögreglunnar í Heraklíon.
Íslendingar erlendis Grikkland Erlend sakamál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira