Svar Klopp skýrt: Yrðu mesti álitshnekkir fótboltasögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 07:31 Jürgen Klopp verður ekki næsti þjálfari enska landsliðsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki tilbúin að segja hann sé hættur afskiptum af fótbolta. Hann lokaði engu að síður á möguleikann á því að taka við enska fótboltalandsliðinu. Fabrizio Romano fór yfir viðtal við Klopp um framtíðarplön sín. Enska landsliðið er enn að leita sér að landsliðsþjálfara og hefur Klopp verið orðaður við starfið. Hann var spurður beint út í það í vikunni þegar hann mætti á þjálfararáðstefnu í Wurzburg í Þýskalandi. „Í dag er ekkert í gangi hjá mér varðandi nýtt starf. Ekkert félag og ekkert landslið. Við skulum sjá til hvernig þetta lítur allt út eftir nokkra mánuði,“ sagði Jürgen Klopp. Hann hætti með Liverpool í vor eftir átta og hálft ár á Anfield. „Eins og staðan er í dag þá er ég hættur sem þjálfari. Þetta var ekki skyndiákvörðun heldur tekin af vel íhuguðu máli. Ég hef líka þjálfað besta félagið í heimi. Kannski getum við rætt stöðuna aftur eftir nokkra mánuði,“ sagði Klopp. Klopp lokar á það að stýra liði á árinu 2024 en það gæti eitthvað gerst á árinu 2025. Þegar kemur að því að taka við enska landsliðinu þá er svarið skýrt og skorinort. „Enska landsliðið? Það yrði mesti álitshnekkir fótboltasögunnar ef ég myndi gera undantekningu fyrir ykkur,“ sagði Klopp. Gareth Southgate hætti með enska liðið eftir Evrópumótið þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn. Enska liðið er enn ungt og mikið af hæfileikum fyrir góðan þjálfara að nýta til afreka á næstu árum. Draumurinn um að Klopp taki við verður þó ekki að veruleika. Þýski stjórinn þurfti sína hvíld en hann er bara 57 ára gamall og ekki tilbúinn að „fara á eftirlaun“ alveg strax. „Ég vil vinna áfram í fótboltanum og hjálpa fólki með reynslu minni og samböndum. Sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Fabrizio Romano fór yfir viðtal við Klopp um framtíðarplön sín. Enska landsliðið er enn að leita sér að landsliðsþjálfara og hefur Klopp verið orðaður við starfið. Hann var spurður beint út í það í vikunni þegar hann mætti á þjálfararáðstefnu í Wurzburg í Þýskalandi. „Í dag er ekkert í gangi hjá mér varðandi nýtt starf. Ekkert félag og ekkert landslið. Við skulum sjá til hvernig þetta lítur allt út eftir nokkra mánuði,“ sagði Jürgen Klopp. Hann hætti með Liverpool í vor eftir átta og hálft ár á Anfield. „Eins og staðan er í dag þá er ég hættur sem þjálfari. Þetta var ekki skyndiákvörðun heldur tekin af vel íhuguðu máli. Ég hef líka þjálfað besta félagið í heimi. Kannski getum við rætt stöðuna aftur eftir nokkra mánuði,“ sagði Klopp. Klopp lokar á það að stýra liði á árinu 2024 en það gæti eitthvað gerst á árinu 2025. Þegar kemur að því að taka við enska landsliðinu þá er svarið skýrt og skorinort. „Enska landsliðið? Það yrði mesti álitshnekkir fótboltasögunnar ef ég myndi gera undantekningu fyrir ykkur,“ sagði Klopp. Gareth Southgate hætti með enska liðið eftir Evrópumótið þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn. Enska liðið er enn ungt og mikið af hæfileikum fyrir góðan þjálfara að nýta til afreka á næstu árum. Draumurinn um að Klopp taki við verður þó ekki að veruleika. Þýski stjórinn þurfti sína hvíld en hann er bara 57 ára gamall og ekki tilbúinn að „fara á eftirlaun“ alveg strax. „Ég vil vinna áfram í fótboltanum og hjálpa fólki með reynslu minni og samböndum. Sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira