Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 06:36 Blinken segir ljóst að niðurstöðurnar sem gefnar hafa verið út í Venesúela séu rangar. AP Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna fjölmargra brota sem virðast hafa verið framin í aðdraganda kosninganna og á meðan þeim stóð. Þá hafa stjórnvöld neitað að birta öll talningargögn. Forsetar Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó hafa kallað eftir því að gögnin verði birt. Electoral data overwhelmingly demonstrate the will of the Venezuelan people: democratic opposition candidate @EdmundoGU won the most votes in Sunday’s election. Venezuelans have voted, and their votes must count.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) August 2, 2024 Kjörstjórn landsins tilkynnti um síðustu helgi að Maduro hefði sigrað í kosningunum en stjórnarandstaðan segir þetta einfaldlega rangt. Hún hefur komist yfir seðla úr flestum kosningavélum landsins og segir niðurstöðuna hreinlega falsaða. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu González með afgerandi forskot á Maduro. Stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að yfirvöld í Venesúela færi sönnur á að Maduro hafi sigrað en forsetinn hefur sakað erlend ríki um afskipti af innanríkismálum Venesúela og segir framgöngu stjórnarandstöðunnar jafngilda valdaránstilraun. Niðurstaðan hefur verið viðurkennd af Kína, Rússlandi og Íran. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er í felum en hefur boðað til mótmæla á morgun. Bandaríkin Venesúela Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna fjölmargra brota sem virðast hafa verið framin í aðdraganda kosninganna og á meðan þeim stóð. Þá hafa stjórnvöld neitað að birta öll talningargögn. Forsetar Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó hafa kallað eftir því að gögnin verði birt. Electoral data overwhelmingly demonstrate the will of the Venezuelan people: democratic opposition candidate @EdmundoGU won the most votes in Sunday’s election. Venezuelans have voted, and their votes must count.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) August 2, 2024 Kjörstjórn landsins tilkynnti um síðustu helgi að Maduro hefði sigrað í kosningunum en stjórnarandstaðan segir þetta einfaldlega rangt. Hún hefur komist yfir seðla úr flestum kosningavélum landsins og segir niðurstöðuna hreinlega falsaða. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu González með afgerandi forskot á Maduro. Stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að yfirvöld í Venesúela færi sönnur á að Maduro hafi sigrað en forsetinn hefur sakað erlend ríki um afskipti af innanríkismálum Venesúela og segir framgöngu stjórnarandstöðunnar jafngilda valdaránstilraun. Niðurstaðan hefur verið viðurkennd af Kína, Rússlandi og Íran. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er í felum en hefur boðað til mótmæla á morgun.
Bandaríkin Venesúela Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira