Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 09:56 Carles Puigdemont er leiðtogi aðskilanaðarflokksins Saman fyrir Katalóníu en hefur verið í sjálfskipaðri útlegð eftir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins fyrir sjö árum. AP/Gloria Calvi Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni. Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11