Tíundu gullverðlaun Þóris sem þjálfara Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 14:30 Stine Oftedal skoraði fimm mörk í síðasta leik sínum á ferlinum. getty/Alex Davidson Noregur varð í dag Ólympíumeistari í handbolta kvenna í þriðja sinn og annað í sinn undir stjórn Þóris Hergeirssonar eftir sigur á heimaliði Frakkalands í úrslitaleiknum, 29-21. Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira