Öskraði ítrekað á Jóhann: „Hættu þessu fokking væli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 10:00 Vincent Kompany og Jóhann Berg Guðmundsson þurfa ekki að hlusta meira hvor á annan í vetur, því Kompany er farinn til Þýskalands. Samsett/Getty Jóhann Berg Guðmundsson fær svo sannarlega að heyra það frá þáverandi knattspyrnustjóra sínum, Vincent Kompany, í nýjum heimildarþáttum um enska liðið Burnley sem sýndir eru á Sky. Kompany hraunar yfir Jóhann á æfingu og segir hann tuða allt of mikið. Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor. Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Í broti úr þáttunum sem sjá má hér að neðan missir Kompany algjörlega stjórn á skapi sínu, eftir að því er virðist að hafa fengið sig fullsaddan af hegðun Jóhanns á æfingu Burnley-liðsins. Belginn virðist telja íslenska landsliðsfyrirliðann tuða allt of mikið. Hafa ber í huga að gengi Burnley var slakt á síðasta tímabili, þegar þættirnir voru teknir upp, og fallhættan vísast farin að hafa áhrif á menn en liðið endaði á að falla úr ensku úrvalsdeildinni. „Joey [Jóhann] ekki fokking prófa mig, nóg komið af þessu helvítis væli. Spilaðu fokking fótbolta, af hverju þarftu að tuða yfir öllu? Fokking spilaðu. Hversu oft þarf ég að segja þér þetta? Hættu þessu fokking væli,“ öskrar Kompany á Jóhann á miðri æfingu, eins og sjá má á þessu myndbandi: 📢MISSION TO BURNLEY S2 SPOLIER 📢What is your thoughts on the Kompany v Guðmundsson scene? #burnley #burnleyfc #twitterclarets🤯 pic.twitter.com/Sv2hFpJWCY— Burnley FC Clips (@BurnleyFC_clips) August 11, 2024 „Er eitthvað sem þú vilt segja öllu liðinu? Ertu stór strákur? Ha? Þú tuðar yfir öllu!“ öskrar Kompany einnig á Jóhann. Jóhann reynir að malda í móinn og spyr hverju í ósköpunum hann hafi þá verið að tuða yfir en Kompany vill ekki hlusta á það og segir líkamstjáningu Jóhanns algjörlega óásættanlega. „Þetta er upp á líf og dauða! Fokking spilaðu!“ öskrar Kompany enn einu sinni áður en Jóhann svarar: „Ég fokking veit það.“ Eftir tímabilið og fallið úr úrvalsdeildinni hætti Kompany hjá Burnley og tók við þýska stórveldinu Bayern München. Samningur Jóhanns við Burnley rann út eftir tímabilið og hann kvaddi félagið en sneri svo óvænt aftur og tekur slaginn með liðinu í næstefstu deild, undir stjórn Scott Parker. Fyrsti leikur Burnley á nýju tímabili er í kvöld þegar liðið sækir Luton heim í slag tveggja liða sem féllu úr efstu deild í vor.
Enski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira