Virðir ekki nálgunarbann og í gæsluvarðhaldi þar til vísað úr landi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2024 15:01 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem stendur til að vísa úr landi þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til brottflutningurinn er framkvæmdur. Talið er að mikil hætta sé á að hann rjúfi nálgunarbann gagnvart fjórum dætrum sínum. Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Maðurinn var árið 2022 dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum. Dómurinn var síðar þyngdur í tveggja ára fangelsi í Landsrétti. Hann beitti dætur sínar hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann sló þær með belti, herðatré og margítrekað kúgaði þær til hlýðni. Eftir að dætrum hans var komið fyrir á fósturheimili sendi hann ítrekað skilaboð á elstu dótturina. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2016 og fékk alþjóðlega vernd. Tveimur árum síðar kom eiginkona hans og dætur hans fjórar hingað einnig á grundvelli fjölskyldusameiningar. Hann kláraði að afplána dóm sinn í síðasta mánuði en var strax handtekinn á ný þar sem Útlendingastofnun hafði tekið ákvörðun um að afturkalla alþjóðlega vernd hans og synja honum um dvalarleyfi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti síðan þann úrskurð í byrjun ágúst. Þá var honum gert að sæta tíu ára endurkomubanni. Samkvæmt lögum var hann orðinn ólöglegur í landinu og er hann talinn ógn við almannaöryggi og sérstaklega hættulegur dætrum sínum. Því var hann handtekinn á meðan heimferða- og fylgdardeild Ríkislögreglustjóra vinnur að því að framkvæmda brottvísun hans. Fyrir liggi að maðurinn hafi ítrekað brotið nálgunarbann gegn dætrum sínum og ekki látið það stöðva sig við að setja sig í samband við þær eða nálgast þær með öðrum hætti. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald til Landsréttar sem tók málið fyrir í síðustu viku en úrskurðurinn var birtur í dag. Þar segir að ekki sé hægt að fallast á kröfur hans og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira