Hæstiréttur tekur ummæli Páls ekki fyrir og sýknan stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 14:31 Ummæli Páls voru ómerkt í héraði en hann sýknaður af kröfum Arnars og Þórðar í Landsrétti. Þar við situr. Vísir Hæstiréttur mun ekki taka fyrir meiðyrðamál tveggja blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni, bloggara og kennara. Páll var sýknaður af öllum kröfum blaðamannanna í Landsrétti, og því standa ummæli hans. Þeir Þórður Snær Júlíusson, sem þá var ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði Mbl.is. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Snúið við milli dómstiga Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Páll dæmdur til að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krónur, hvorum fyrir sig, auk málskostnaðar upp á 700 þúsund krónur. Landsréttur sýknaði Pál hins vegar af öllum kröfum blaðamannanna í maí síðastliðnum. Málskostnaður féll niður á báðum dómstigum. Í ákvörðun Hæstaréttar var saga málsins rakin lítillega, auk þess sem kom fram að Páll hefði lagst gegn málskotsbeiðni þeirra Þórðar og Arnars. Þá er fjallað um dóma sem gengið hafa í málinu, bæði í héraði og í Landsrétti, og tekið fram að Landsréttur hefði að endingu talið að tjáning Páls rúmaðist innan tjáningarfrelsisins í skilningi stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki almennt gildi né sérstaklega mikilvægir hagsmunir „Leyfisbeiðendur byggja á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og vísa einkum til þess að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli gagnaðila hafi falið í sér staðhæfingar um staðreyndir en hins vegar beitt aðferðarfræði við mat á þeim sem eigi við um mat á gildisdómum. Sú aðferðarfræði sé í andstöðu við dómaframkvæmd og hafi niðurstaðan almenna þýðingu varðandi stjórnarskrárvarin mannréttindi, bæði með tilliti til tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs og æruverndar. Leyfisbeiðendur byggja jafnframt á því að úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá hafi málsmeðferð fyrir Landsrétti verið stórlega ábótavant og vísa leyfisbeiðendur meðal annars til þess að rökstuðningi í dómi Landsréttar sé mjög áfátt auk þess sem niðurstaðan sé reist á málsástæðu sem gagnaðili hafi ekki byggt á í málinu. Loks byggja leyfisbeiðendur á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar, sem taldi hvorki að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Þórðar og Arnars. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Þeir Þórður Snær Júlíusson, sem þá var ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði Mbl.is. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Snúið við milli dómstiga Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Páll dæmdur til að greiða blaðamönnunum 300 þúsund krónur, hvorum fyrir sig, auk málskostnaðar upp á 700 þúsund krónur. Landsréttur sýknaði Pál hins vegar af öllum kröfum blaðamannanna í maí síðastliðnum. Málskostnaður féll niður á báðum dómstigum. Í ákvörðun Hæstaréttar var saga málsins rakin lítillega, auk þess sem kom fram að Páll hefði lagst gegn málskotsbeiðni þeirra Þórðar og Arnars. Þá er fjallað um dóma sem gengið hafa í málinu, bæði í héraði og í Landsrétti, og tekið fram að Landsréttur hefði að endingu talið að tjáning Páls rúmaðist innan tjáningarfrelsisins í skilningi stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Hvorki almennt gildi né sérstaklega mikilvægir hagsmunir „Leyfisbeiðendur byggja á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og vísa einkum til þess að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli gagnaðila hafi falið í sér staðhæfingar um staðreyndir en hins vegar beitt aðferðarfræði við mat á þeim sem eigi við um mat á gildisdómum. Sú aðferðarfræði sé í andstöðu við dómaframkvæmd og hafi niðurstaðan almenna þýðingu varðandi stjórnarskrárvarin mannréttindi, bæði með tilliti til tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs og æruverndar. Leyfisbeiðendur byggja jafnframt á því að úrslit málsins varði mikilvæga hagsmuni þeirra. Þá hafi málsmeðferð fyrir Landsrétti verið stórlega ábótavant og vísa leyfisbeiðendur meðal annars til þess að rökstuðningi í dómi Landsréttar sé mjög áfátt auk þess sem niðurstaðan sé reist á málsástæðu sem gagnaðili hafi ekki byggt á í málinu. Loks byggja leyfisbeiðendur á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar, sem taldi hvorki að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Þórðar og Arnars.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07
„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36
Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16