Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 23:49 Starfsmaður býr sig undir að loka flóðvarnarhliði í ánni Moldá þar sem hún rennur í gegnum gömlu borgina í Prag í Tékklandi í dag. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust. Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust.
Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira