„Langveikt barn í hjólastól peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið“ Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 14:22 Bjarni Benediktsson og Sigmar Guðmundsson sem fordæmdi afgreiðslu máls Yazans litla, sagði hann fórnarlamb í flokkapólitísku vopnaskaki. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar sumir hverjir þjörmuðu að ríkisstjórninni vegna máls Yazans en víst er að mikil spenna ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar undir dagskrárliðnum Störf þingsins nú rétt í þessu. Ráðherrar voru sakaðir blákalt um að notfæra sér framtíð langveiks barns í flokkspólitísku ati en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt ákvörðunina standa, um brottflutning Yazans og foreldra hans eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Sigmar Guðmundsson Viðreisn sagði óvenju nöturlegt í þingsalnum, þingveturinn fari ekkert sérstaklega vel af stað en hann var einn þeirra þingmanna sem gerði mál Yazans að umtalsefni. „Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yasans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð.“ Sigmar sagði stjórnmál á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljóti þingmenn að geta sammælst. „Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði hæstvirtur dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki.“ Öll orka stjórnarflokkanna fari í þetta at og brýn hagsmunamál nái ekki einu sinni inn á þingið á þessum síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Þar ríkir málaþurrð að mati Sigmars, en þingið ætti auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt: „Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim eindemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigmar Guðmundsson Viðreisn. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Samfylkingin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ráðherrar voru sakaðir blákalt um að notfæra sér framtíð langveiks barns í flokkspólitísku ati en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt ákvörðunina standa, um brottflutning Yazans og foreldra hans eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Sigmar Guðmundsson Viðreisn sagði óvenju nöturlegt í þingsalnum, þingveturinn fari ekkert sérstaklega vel af stað en hann var einn þeirra þingmanna sem gerði mál Yazans að umtalsefni. „Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yasans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð.“ Sigmar sagði stjórnmál á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljóti þingmenn að geta sammælst. „Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði hæstvirtur dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki.“ Öll orka stjórnarflokkanna fari í þetta at og brýn hagsmunamál nái ekki einu sinni inn á þingið á þessum síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Þar ríkir málaþurrð að mati Sigmars, en þingið ætti auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt: „Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim eindemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigmar Guðmundsson Viðreisn.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Samfylkingin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira