Ekkert sem bendir til þess að sakborningum fjölgi Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2024 12:31 Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild. Vísir/Einar Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. Faðirinn var handtekinn á sunnudagskvöld við Krýsuvíkurveg. Dóttir hans fannst látin skammt frá handtökustaðnum. Hann var á mánudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins í næstu viku. Hann var síðast yfirheyrður á miðvikudag og hefur verið samvinnuþýður frá fyrsta degi. Fyrir helgi óskaði lögreglan eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um veginn tímunum áður en maðurinn tilkynnti sig til lögreglu. Í samtali við fréttastofu segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, það vera eðlilegan hluta af rannsókninni. Verið sé að vinna í því að skoða myndefnið sem lögreglu barst. Rannsókn málsins miðar vel að sögn Elínar. Lögreglan er með góða hugmynd hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani en Elín gat ekki tjáð sig meira um þann hluta rannsóknarinnar. Frá því að málið kom fyrst upp hafa margar sögur gengið á milli manna um manndrápið. Lögreglan hefur ítrekað hvatt fólk til að hafa samband við yfirvöld frekar en að deila sögum á netinu. Elín segir að sem stendur bendi ekkert til þess að sakborningum muni fjölga í málinu en faðirinn hélt því fram þegar hann tilkynnti um andlátið að hann hafi sjálfur orðið dóttur sinni að bana. Samkvæmt Ríkisútvarpinu hefur verið gert bráðabirgðageðmat á föðurnum og hann metinn sakhæfur. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta það. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Faðirinn var handtekinn á sunnudagskvöld við Krýsuvíkurveg. Dóttir hans fannst látin skammt frá handtökustaðnum. Hann var á mánudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins í næstu viku. Hann var síðast yfirheyrður á miðvikudag og hefur verið samvinnuþýður frá fyrsta degi. Fyrir helgi óskaði lögreglan eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um veginn tímunum áður en maðurinn tilkynnti sig til lögreglu. Í samtali við fréttastofu segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, það vera eðlilegan hluta af rannsókninni. Verið sé að vinna í því að skoða myndefnið sem lögreglu barst. Rannsókn málsins miðar vel að sögn Elínar. Lögreglan er með góða hugmynd hvar og hvenær stúlkunni var ráðinn bani en Elín gat ekki tjáð sig meira um þann hluta rannsóknarinnar. Frá því að málið kom fyrst upp hafa margar sögur gengið á milli manna um manndrápið. Lögreglan hefur ítrekað hvatt fólk til að hafa samband við yfirvöld frekar en að deila sögum á netinu. Elín segir að sem stendur bendi ekkert til þess að sakborningum muni fjölga í málinu en faðirinn hélt því fram þegar hann tilkynnti um andlátið að hann hafi sjálfur orðið dóttur sinni að bana. Samkvæmt Ríkisútvarpinu hefur verið gert bráðabirgðageðmat á föðurnum og hann metinn sakhæfur. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta það.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira