Segir gagnrýni kvenna á leikskólastefnu Kópavogs tvískinnung Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2024 10:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður, og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. Vísir Þingkona Sjálfstæðisflokksins furðar sig á að konur sem segist tala fyrir kvenréttindum gagnrýni breytingar sem flokkur hennar gerði í leikskólamálum í Kópavogi. Hún sakar gagnrýnendur breytinganna um tvískinnung. Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann. Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Deilt hefur verið um ágæti breytinga sem bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu á skipulagi leikskólamála í fyrra. Þær fólu meðal annars í sér að sex tíma leikskóladvöl á dag varð gjaldfrjáls en gjöld fyrir lengri vistun voru hækkuð á sama tíma. Þá var starfsdögum leikskóla í bænum fækkað og teknar upp heimgreiðslur til foreldra. Stéttarfélög hafa meðal annars gagnrýnt breytingarnar og kallað þær afturför í jafnréttismálum sem gerir foreldrum erfiðara fyrir að stunda fulla vinnu. Dijá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, blés á þá gagnrýni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hugmyndir hennar og tveggja flokkssystra hennar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Hildar Björnsdóttur, um fjölskyldu- og leikskólamál voru til umræðu. Áslaug Arna nefndi þar að sveitarstjórnir þyrftu að þora að ráðast í kerfisbreytingar í leikskólunum og að það hefðu sjálfstæðismenn í Kópavogi gert. Ráðist hefði verið á þær breytingar eins og þær væru árás á jafnrétti þrátt fyrir að í ljós hefði komið að þær skiluðu betri þjónustu. „Það er alveg lygilegt að hlusta á konur sem segjast tala fyrir réttindum kvenna taka til máls og gagnrýna kerfisbreytingar sem eru sannarlega að gagnast foreldrum og ekki síst mæðrum sem hafa verið að bera þyngstu byrðarnar í þessum efnum,“ tók Diljá Mist undir. „Hvar voru þessar konur að gagnrýna kerfið eða stöðuna til dæmis í Reykjavík þegar við sjáum konur festar þar heima og komast ekki aftur inn á vinnumarkaðinn? Hvar eru þessar konur að berjast fyrir réttindum þá? Manni finnst þetta ótrúlegur tvískinningur.“ Eins og að auglýsa lágvöruverðsverslun með tómar hillur Sjálfstæðiskonurnar þrjár voru sammála um að Reykjavíkurborg væri stærsta vandamálið í leikskólamálum. Þar hefði leikskólabörnum fækkað á síðustu tíu árum en einnig daggæsluplássum. Hildur, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sagði að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi væru í Reykjavík og meðalaldur barna við upphaf leikskólagöngu hæstur. „Þetta bara lýsir ákveðnu andvaraleysi og áhugaleysi hjá þeim meiruhlutum sem hafa verið við völd síðustu ár á þessum málaflokki,“ sagði hún. Áslaug Arna sagði að áhersla borgarstjórnar hefði verið á allt annað en fjölskyldur og börn. Á sama tíma og engin leikskólapláss séu til staðar í borginni stæri borgaryfirvöld sig af því að kostnaður við hvert pláss ´se lægstur í Reykjavík. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta er eins og að auglýsa lægstu lágvöruverslunina en það er ekkert í hillunum,“ sagði ráðherrann.
Leikskólar Reykjavík Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31 Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. 6. september 2024 18:31
Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti Leikskólamál í Kópavogi hafa verið til umfjöllunar vegna mjög umdeildra grundvallabreytinga á leikskólakerfinu sem tóku gildi á síðasta ári. Í meginatriðum fólust breytingarnar, sem Kópavogsbær kallar „Börnin í fyrsta sætið“, í að 6 tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls en gjöld voru hækkuð umtalsvert á lengri dvöl. 4. september 2024 12:01