Vísbending um að jörðin gæti lifað áfram sem niflheimur Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 08:01 Teikning listamanns af frosinni bergreikistjörnu á braut um hvíta dvergstjörnu. Þetta gætu orðið örlög jarðarinnar og sólarinnar. W. M. Keck Observatory/Adam Makarenko Fyrsta bergreikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnu sem líktist eitt sinn sólinni okkar er talinn gefa vísbendingar um afdrif jarðarinnar eftir milljarða ára. Fundurinn bendir einnig til að jörðin gæti lifað dauðateygjur sólarinnar en þá sem myrk ísveröld. Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy. Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Þegar líður á ævi svonefndra meginraðarstjarna eins og sólarinnar okkar og þær hafa brennt nær öllu vetni sínu þenjast þær út og verða að svonefndum rauðum risum. Talið hefur verið að þegar sólin okkar verður að rauðum risa eftir milljarða ára nái yfirborð hennar út fyrir braut jarðarinnar sem farist þá í vítislogum. Ekki eru þó allir stjörnufræðingar á einu máli um hvort að sólin gleypi jörðina í sig eða hvort hún tóri áfram utar í sólkerfinu eftir að aðeins heitur kjarni sólarinnar stendur eftir sem svonefndur hvítur dvergur. Það eru daufar stjörnur á stærð við reikistjörnu en með massa stjörnu. Reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð bendir til þess að það liggi ekki endilega fyrir jörðinni að fuðra upp í heitum faðmi sólarinnar. Vísindamennirnir sem fundu hana telja að móðurstjarna hennar hafi verið allt að tvöfalt stærri en sólin okkar og að reikistjarnan hafi gengið um hana í svipaðri fjarlægð og jörðin um sólina. Hvíti dvergurinn sem eftir stendur er með um helminginn af massa sólarinnar og reikistjarnan er meira en tvölfalt lengra frá henni en jörðin er frá sólinni, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Keck-sjónaukans sem var notaður við athuganirnar. Þegar stjörnur af þessari stærðargráðu verða að rauðum risum þrýstist braut fylgihnatta þeirra utar. Afdrif þessarar fjarlægu bergreikistjörnu benda þannig til að ef jörðin sleppur við að hverfa inn í rauða risasólina verði hún frosin auðn á sporbraut sem liggur utan við núverandi braut Mars eftir um átta milljarða ára, nokkurs konar Niflheimur úr norrænni goðafræði, í daufri birtu leifa sólarinnar. Enkeladus, tungl Satúrnusar, er íshnöttur í dag en í fjarlægri framtíð gæti hann verið vatnaveröld. Gætu prammar vaggandi um á fljótandi yfirborðinu orðið eftirsóttir bústaðir manna eftir milljarða ára?NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gætu flutt til ístungla risanna Óháð því hvort að jörðin lifi hamfarirnar af verður allt líf löngu horfið af yfirborði hennar. Talið er að sólin byrji að þenjast út eftir um milljarð ára og þurrka upp höf jarðar. Mögulegt er þó að aðrir hnettir í sólkerfinu verði lífvænlegir, að minnsta kosti tímabundið, eftir því sem sólin þenst út. Sérstaklega gætu ístungl Júpíters og Satúrnusar eins og Evrópa, Ganýmedes og Enkeladus orðið álitlegir áfangastaðir fyrir landflótta mannkyn, ef það tórir þá svo lengi. „Eftir því sem sólin verður að rauðum risa færist lífbeltið út að braut Júpíters og Satúrnusar og mörg þessara tungla verða vatnaveraldir. Ég tel að mannkynið gæti flutt sig um set þangað ef því er að skipta,“ segir Keming Zhang, aðalhöfundur greinar um uppgötvunina sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy.
Geimurinn Vísindi Sólin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira