Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 16:57 Jón Gnarr bauð sig fram til forseta í vor. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira