„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2024 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vanda líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld. „Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins. Olís-deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
„Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira