Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 12:35 Lúðvík var fimmtugur þegar hann lést í byrjun árs við vinnu í Grindavík. Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira