„Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 09:01 Kári Garðarsson varð í sumar framkvæmdastjóri Samtakanna 78 eftir yfir tvo áratugi á vettvangi íþróttanna. Hann var á sínum tíma fyrsti karlinn í efstu deild til að koma út úr skápnum. Vísir/Sigurjón Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78 var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn í efstu deild hér á landi til að koma út úr skápnum. Hann segir minna hafa breyst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan en hann bjóst við. Kári Garðarsson tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá Samtökunum 78 fyrir um þremur mánuðum en samtökunum er ætlað að gæta hagsmuna hinsegin fólks á Íslandi. Kári hafði áður verið handboltamaður, þjálfari og framkvæmdastjóri Gróttu á Seltjarnarnesi í yfir tvo áratugi. Hann naut sín vel á Seltjarnarnesi en óhætt er að segja að starf hans í dag hafi mikla þýðingu. „Viðfangsefni dagsins og viknanna hér standa manni ansi nærri. Þetta snýst auðvitað um tilverurétt og mannréttindabaráttu okkar hinsegin fólks og ég er bara mjög stoltur af því að vera kominn í þetta starf,“ segir Kári. Klippa: Lítið breyst í málum hinseginfólks innan íþrótta Dómgæslan tók við af þjálfuninni Kári gat ekki slitið sig algjörlega frá handboltanum og hefur dæmt í Olís-deildum karla og kvenna við góðan orðstír í vetur. „Síðustu áramót ákváðum við Magnús Kári (Jónsson), sem dæmdum saman fyrir einhverjum 15 árum síðan, að taka upp þráðinn aftur. Við höfum verið að dæma saman síðustu mánuði og gengið nokkuð vel og við höfum verið að fá stóra leiki. Það var niðurstaðan og ég hef mjög gaman af því,“ segir Kári. Kom út í lægsta samnefnara Kári kom út úr skápnum árið 2008 og var fyrsti karlkyns leikmaðurinn í efstu deild til að gera slíkt. Hann segist enn vera að gera það sem fylgdi upp en hafði á tilfinningunni að hann þyrfti að hætta í íþróttum til þess að geta verið hann sjálfur. „Ég hef oft sagt að ég kom út í lægsta samnefnara. Að ef ég fengi að halda áfram í íþróttum, þá væri ég glaður. Þá ertu auðvitað með svolítið sérstök viðhorf gagnvart því sem er mögulega sagt og gert,“ segir Kári og bætir við: „Auðvitað var örugglega slúðrað og talað um mig í öllum hornum. Ég geri ekki ráð fyrir öðru, án þess að ég hafi fundið sérstaklega fyrir því. Ég hef síðustu mánuði verið að hugsa þetta aðeins meira, hvernig þessi ár voru. Ég er ekki búinn að gera það upp með mér hvort þau voru hræðileg eða stórkostleg,“ Kári ásamt Magnúsi Kára Jónssyni.Vísir/Anton Brink „Almennt var mér tekið vel en ég hugsaði með mér að ég yrði að hætta. Það yrði bara einhver að henda mér út úr íþróttum, hvort það væri ÍSÍ eða einhver sem ætti að banna mér að stunda íþróttir, ég veit það ekki,“ „Ég hafði auðvitað engar fyrirmyndir og engan til þess að leita til og spyrja hvað hefði gengið vel og hvað illa. Ég var svolítið að stíga mín fyrstu skref þar,“ „En ég held það hafi verið hlutir sagðir við mig á þessum árum sem hefðu ekki verið sagðir, ef ég hefði ekki komið út úr skápnum,“ segir Kári. Hlutir sem hann myndi ekki láta vera í dag Hann segist ekki hafa hugsað mikið út í viðhorfin til sín innan íþróttahreyfingarinnar fyrr en hann steig frá henni í sumar. Þá hafi myndast meira andrými til slíks. „Að einhverju leyti hef ég pakkað þessu undir kodda og látið það vera á meðan ég var að vinna í íþróttahreyfingunni,“ „Mikið af þessu er þetta öráreiti sem við hinsegin fólk verðum fyrir. Við þurfum að koma út í ótrúlegustu aðstæðum á vinnustöðum því fólk gerir ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. Það voru alveg klárlega hlutir sagðir við mig sem ég lét vera þá en ég er ekki viss um að ég myndi láta það vera í dag,“ segir Kári. Bjóst við meiri framförum Þá kemur honum á óvart hversu fátt hafi breyst innan íþróttahreyfingarinnar á þessum tíma. „Ég sagði nú fyrir 15 árum þegar ég kem út, eftir 15 ár muni þetta verða miklu betra og miklu fleiri komnir út úr skápnum. Það eru sárafáir, ef nokkrir, í karlasportinu sem eru komnir út úr skápnum, og eru enn að,“ Kári kann vel við sig á nýjum stað og berst þar fyrir sínum hjartans málum.Vísir/Sigurjón „Oft er fólk að klára ferilinn sinn og er þá að koma út sem hinsegin. Þetta umhverfi er auðvitað mjög karllægt og það er það sem að einhverju leyti hefur áhrif. Það eru karlmenn sem stjórna hreyfingunni hérlendis og erlendis, það eru karlar sem þjálfa frekar en konur. Þetta er allt samhangandi, að mínu viti,“ segir Kári. Unnið að skrefum til bóta Nýtt fræðsluefni sem S78 gefa út ásamt barna- og menntamálaráðuneytinu kemur út í lok mánaðar. Vonast er til að það hjálpi til. „Við erum að búa til bækling og annað fræðsluefni sem á að styðja við íþróttafélögin og íþróttaþjálfara, ef barn kemur út sem hinsegin, hvernig á að haga sér og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Kári. Almennt séð sé staðan þó nokkuð góð ef Ísland er borið saman við aðra staði í heiminum, þó vankanta sé að finna innan íþróttahreyfingarinnar. Aðspurður um hvort smæð samfélagsins sé kostur eða galli segir Kári: Kári með flautuna í stórleik Fram og Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gær.Vísir/Anton Brink „Auðvitað erum við á mjög einstökum stað á heimsvísu varðandi réttindi hinsegin fólks og erum í öðru sæti á lista um stöðu hinsegin mála í Evrópu. Ég held að það hjálpi líka til hversu stutt er á milli,“ „Við erum einhverja fimm metra frá Alþingishúsinu sem setur lög um okkar velferð og réttindi. Samtalið okkar við þau er á mjög sérstökum basis. Þegar maður talar við okkar kollega úti er miklu lengri vegalengdir til að ræða við ráðherra. Á mínum þremur mánuðum í starfi er ég búinn að hitta fjölmarga ráðherra og Alþingismenn, sem skiptir miklu máli,“ Kosningarnar stærsta áskorunin Aðspurður um komandi áskoranir segir Kári Samtökin einblína á komandi kosningar til Alþingis í ljósi sveiflu í átt til minni réttinda hinsegin fólks og níðandi orðræðu ráðamanna víða um Evrópu. „Við erum mjög vakandi fyrir því að það eru Alþingiskosningar fram undan. Við þurfum að monitora hvert umræðan fer og við höfum séð það í löndum í kringum okkur að umræðan er orðin öfugsnúin gagnvart hinsegin fólki og ekki síður öðrum jaðarsettum hópum,“ segir Kári. Kommentakerfin og samfélagsmiðlar séu þá hvað stærsta áskorunin. „Það eru sagðir alveg ótrúlegir hlutir sagði um okkur á kommentakerfunum, af fólki sem segir alveg viðbjóðslega hluti,“ „Við erum alltaf að fylgjast með umræðunni og því sem er í gangi. Það er vinna sem er oft í gangi allan sólarhringinn. Kommentakerfin eru ótrúleg og þau hafa versnað með hverjum mánuðinum og árinu sem líður,“ „Þar eru árásir á hinsegin fólk því miður bara nánast daglegt brauð. Við reynum að fylgjast með því og tilkynnum það til lögreglu ef svo ber undir. Við erum líka að reyna að fá fjölmiðla með okkur í lið til að reyna að binda betur um þennan hluta sem okkur finnst dálítið út úr korti,“ segir Kári. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en efst í fréttinni má sjá viðtalið í heild. Hinsegin Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Kári Garðarsson tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá Samtökunum 78 fyrir um þremur mánuðum en samtökunum er ætlað að gæta hagsmuna hinsegin fólks á Íslandi. Kári hafði áður verið handboltamaður, þjálfari og framkvæmdastjóri Gróttu á Seltjarnarnesi í yfir tvo áratugi. Hann naut sín vel á Seltjarnarnesi en óhætt er að segja að starf hans í dag hafi mikla þýðingu. „Viðfangsefni dagsins og viknanna hér standa manni ansi nærri. Þetta snýst auðvitað um tilverurétt og mannréttindabaráttu okkar hinsegin fólks og ég er bara mjög stoltur af því að vera kominn í þetta starf,“ segir Kári. Klippa: Lítið breyst í málum hinseginfólks innan íþrótta Dómgæslan tók við af þjálfuninni Kári gat ekki slitið sig algjörlega frá handboltanum og hefur dæmt í Olís-deildum karla og kvenna við góðan orðstír í vetur. „Síðustu áramót ákváðum við Magnús Kári (Jónsson), sem dæmdum saman fyrir einhverjum 15 árum síðan, að taka upp þráðinn aftur. Við höfum verið að dæma saman síðustu mánuði og gengið nokkuð vel og við höfum verið að fá stóra leiki. Það var niðurstaðan og ég hef mjög gaman af því,“ segir Kári. Kom út í lægsta samnefnara Kári kom út úr skápnum árið 2008 og var fyrsti karlkyns leikmaðurinn í efstu deild til að gera slíkt. Hann segist enn vera að gera það sem fylgdi upp en hafði á tilfinningunni að hann þyrfti að hætta í íþróttum til þess að geta verið hann sjálfur. „Ég hef oft sagt að ég kom út í lægsta samnefnara. Að ef ég fengi að halda áfram í íþróttum, þá væri ég glaður. Þá ertu auðvitað með svolítið sérstök viðhorf gagnvart því sem er mögulega sagt og gert,“ segir Kári og bætir við: „Auðvitað var örugglega slúðrað og talað um mig í öllum hornum. Ég geri ekki ráð fyrir öðru, án þess að ég hafi fundið sérstaklega fyrir því. Ég hef síðustu mánuði verið að hugsa þetta aðeins meira, hvernig þessi ár voru. Ég er ekki búinn að gera það upp með mér hvort þau voru hræðileg eða stórkostleg,“ Kári ásamt Magnúsi Kára Jónssyni.Vísir/Anton Brink „Almennt var mér tekið vel en ég hugsaði með mér að ég yrði að hætta. Það yrði bara einhver að henda mér út úr íþróttum, hvort það væri ÍSÍ eða einhver sem ætti að banna mér að stunda íþróttir, ég veit það ekki,“ „Ég hafði auðvitað engar fyrirmyndir og engan til þess að leita til og spyrja hvað hefði gengið vel og hvað illa. Ég var svolítið að stíga mín fyrstu skref þar,“ „En ég held það hafi verið hlutir sagðir við mig á þessum árum sem hefðu ekki verið sagðir, ef ég hefði ekki komið út úr skápnum,“ segir Kári. Hlutir sem hann myndi ekki láta vera í dag Hann segist ekki hafa hugsað mikið út í viðhorfin til sín innan íþróttahreyfingarinnar fyrr en hann steig frá henni í sumar. Þá hafi myndast meira andrými til slíks. „Að einhverju leyti hef ég pakkað þessu undir kodda og látið það vera á meðan ég var að vinna í íþróttahreyfingunni,“ „Mikið af þessu er þetta öráreiti sem við hinsegin fólk verðum fyrir. Við þurfum að koma út í ótrúlegustu aðstæðum á vinnustöðum því fólk gerir ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir. Það voru alveg klárlega hlutir sagðir við mig sem ég lét vera þá en ég er ekki viss um að ég myndi láta það vera í dag,“ segir Kári. Bjóst við meiri framförum Þá kemur honum á óvart hversu fátt hafi breyst innan íþróttahreyfingarinnar á þessum tíma. „Ég sagði nú fyrir 15 árum þegar ég kem út, eftir 15 ár muni þetta verða miklu betra og miklu fleiri komnir út úr skápnum. Það eru sárafáir, ef nokkrir, í karlasportinu sem eru komnir út úr skápnum, og eru enn að,“ Kári kann vel við sig á nýjum stað og berst þar fyrir sínum hjartans málum.Vísir/Sigurjón „Oft er fólk að klára ferilinn sinn og er þá að koma út sem hinsegin. Þetta umhverfi er auðvitað mjög karllægt og það er það sem að einhverju leyti hefur áhrif. Það eru karlmenn sem stjórna hreyfingunni hérlendis og erlendis, það eru karlar sem þjálfa frekar en konur. Þetta er allt samhangandi, að mínu viti,“ segir Kári. Unnið að skrefum til bóta Nýtt fræðsluefni sem S78 gefa út ásamt barna- og menntamálaráðuneytinu kemur út í lok mánaðar. Vonast er til að það hjálpi til. „Við erum að búa til bækling og annað fræðsluefni sem á að styðja við íþróttafélögin og íþróttaþjálfara, ef barn kemur út sem hinsegin, hvernig á að haga sér og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Kári. Almennt séð sé staðan þó nokkuð góð ef Ísland er borið saman við aðra staði í heiminum, þó vankanta sé að finna innan íþróttahreyfingarinnar. Aðspurður um hvort smæð samfélagsins sé kostur eða galli segir Kári: Kári með flautuna í stórleik Fram og Vals í Olís-deild kvenna í handbolta í gær.Vísir/Anton Brink „Auðvitað erum við á mjög einstökum stað á heimsvísu varðandi réttindi hinsegin fólks og erum í öðru sæti á lista um stöðu hinsegin mála í Evrópu. Ég held að það hjálpi líka til hversu stutt er á milli,“ „Við erum einhverja fimm metra frá Alþingishúsinu sem setur lög um okkar velferð og réttindi. Samtalið okkar við þau er á mjög sérstökum basis. Þegar maður talar við okkar kollega úti er miklu lengri vegalengdir til að ræða við ráðherra. Á mínum þremur mánuðum í starfi er ég búinn að hitta fjölmarga ráðherra og Alþingismenn, sem skiptir miklu máli,“ Kosningarnar stærsta áskorunin Aðspurður um komandi áskoranir segir Kári Samtökin einblína á komandi kosningar til Alþingis í ljósi sveiflu í átt til minni réttinda hinsegin fólks og níðandi orðræðu ráðamanna víða um Evrópu. „Við erum mjög vakandi fyrir því að það eru Alþingiskosningar fram undan. Við þurfum að monitora hvert umræðan fer og við höfum séð það í löndum í kringum okkur að umræðan er orðin öfugsnúin gagnvart hinsegin fólki og ekki síður öðrum jaðarsettum hópum,“ segir Kári. Kommentakerfin og samfélagsmiðlar séu þá hvað stærsta áskorunin. „Það eru sagðir alveg ótrúlegir hlutir sagði um okkur á kommentakerfunum, af fólki sem segir alveg viðbjóðslega hluti,“ „Við erum alltaf að fylgjast með umræðunni og því sem er í gangi. Það er vinna sem er oft í gangi allan sólarhringinn. Kommentakerfin eru ótrúleg og þau hafa versnað með hverjum mánuðinum og árinu sem líður,“ „Þar eru árásir á hinsegin fólk því miður bara nánast daglegt brauð. Við reynum að fylgjast með því og tilkynnum það til lögreglu ef svo ber undir. Við erum líka að reyna að fá fjölmiðla með okkur í lið til að reyna að binda betur um þennan hluta sem okkur finnst dálítið út úr korti,“ segir Kári. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en efst í fréttinni má sjá viðtalið í heild.
Hinsegin Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira