Vandaverk vængbrotinna FH-inga: „Gefum allt í botn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. október 2024 10:00 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Meiðsli herja á FH-inga sem mæta sterkum frönskum andstæðingi í Evrópudeild karla í handbolta síðdegis í dag. Aron Pálmarsson fór ekki með liðinu út og aðrir sterkir póstar verða fjarverandi. Þjálfari liðsins segir þetta tækifæri fyrir aðra að sýna sig á stóra sviðinu. FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
FH mætir Fenix Toulouse í fyrsta leik liðsins í riðli liðsins í Evrópudeild karla í handbolta klukkan 16:45 í dag. Menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en Toulouse er gríðarsterkt lið sem hefur farið vel af stað í frönsku deildinni. Klippa: Þeir yngri þurfa að stíga upp í meiðslunum „Verkefnið leggst vel í mig. Það er gaman að vera kominn hérna í þessa geggjuðu höll. Við erum að mæta virkilega öflugu liði, það verður ekki hægt að segja annað. Þetta lið er búið að vinna alla sína leiki í frönsku deildinni og eru í fyrsta sæti eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum á öllu okkar að halda,“ segir Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Lykilpóstar fjarverandi og Ágúst tæpur Aron Pálmarsson hefur verið að glíma við meiðsli og fór ekki með liðinu út. Ólafur Gústafsson á enn eftir að spila fyrir félagið eftir skipti sín til uppeldisfélagsins í sumar og þá Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari, er enn einn leikmaðurinn í útilínu FH-inga sem getur ekki spilað í dag. Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mætti heim í Kaplakrika til að vinna titla og það gengur vel.vísir/Diego „Þeir sem eru hérna eru glaðir og kátir. En það er búið að reyna aðeins á hópinn. Aron [Pálmasson] og Óli [Ólafur Gústafsson] fóru ekki með út og það er ljóst að Ási [Ásbjörn Friðriksson] mun ekki spila. Nú liggur Gústi Birgis [Ágúst Birgisson] veikur uppi á hóteli,“ segir Sigursteinn og ljóst að FH-ingar hafa verið betur mannaðir. Í þessu felist hins vegar tækifæri fyrir yngri menn að sýna sig og sanna. „Þetta verður eitthvað verkefni að finna út úr en á sama tíma eru alltaf tækifæri fólgin í þessu. Það þýðir að aðrir taka við keflinu. Það eru ungir og öflugir FH strákar sem ég veit að iða í skinninu að koma hérna út á völl,“ segir Sigursteinn. „Við reynum að tækla þetta verkefni saman sem lið, eins og við höfum alltaf gert. Við höfum verið að nýta tímann vel. Það var fínt ferðalag í gær og við lentum uppi á hóteli á góðum tíma. Það var gott að eiga þennan dag í dag [í gær] til að fara yfir málin. Við komum vel undirbúnir og gefum allt í botn.“ segir Sigursteinn enn fremur. FH mætir Fenix Toulouse klukkan 16:45 í dag. Valur verður einnig í eldlínunni í sömu keppni. Valsmenn eru í Norður-Makedóníu hvar þeir mæta liði Vardar í Skopje klukkan 18:45. Viðtalið við Sigurstein má sjá að ofan. Að neðan má sjá leikgreiningu Ásbjörns Friðrikssonar, spilandi aðstoðarþjálfara liðsins sem verður ekki með á eftir. Klippa: Ásbjörn leikgreinir andstæðing FH-inga
FH Evrópudeild karla í handbolta Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira