Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 21:31 George Baldock í leik með Sheffield United á síðustu leiktíð. Vísir/Getty George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Baldock á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Samkvæmt fréttum grískra fjölmiðla fannst Baldock látinn í sundlaug við heimili sitt í dag en hann var aðeins 31 árs gamall. Í frétt Daily Mail kemur fram að Baldock hafi fundist af eiganda hússins eftir að eiginkona Baldock hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við hann fyrr um daginn. Terrible, tragic news as George Baldock has sadly passed away aged 31.Baldock was playing for Panathinaikos in Greece after several years in England.Rest in peace, George 💔🕊️ pic.twitter.com/AcleGwFpAF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 9, 2024 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Sheffield United minnist Baldock á X-síðu sinni og þar segir að Baldock hafi verið einstaklega vinsæll á meðal stuðningsmanna, starfsfólks og leikmanna félagsins. Sheffield United Football Club is shocked and extremely saddened to learn of the passing of former player, George Baldock. The defender left the club in the summer after seven years at Bramall Lane and was extremely popular with supporters, staff and team-mates who pulled on a… pic.twitter.com/OlDsn0lFpB— Sheffield United (@SheffieldUnited) October 9, 2024 ÍBV Gríski boltinn Andlát Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Baldock á að baki rúmlega 200 leiki með liði Sheffield United en hann lék meðal annars með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2019-2021 og aftur á síðustu leiktíð. Þegar samningur hans hjá Sheffield United rann út gekk hann til liðs við Panathinaikos í Grikklandi og hafði leikið þrjá leiki með liðinu á tímabilinu, þar á meðal gegn Olympiacos á sunnudaginn. Samkvæmt fréttum grískra fjölmiðla fannst Baldock látinn í sundlaug við heimili sitt í dag en hann var aðeins 31 árs gamall. Í frétt Daily Mail kemur fram að Baldock hafi fundist af eiganda hússins eftir að eiginkona Baldock hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við hann fyrr um daginn. Terrible, tragic news as George Baldock has sadly passed away aged 31.Baldock was playing for Panathinaikos in Greece after several years in England.Rest in peace, George 💔🕊️ pic.twitter.com/AcleGwFpAF— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 9, 2024 Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 undir stjórn Magnúsar Gylfasonar en hann var þá á láni frá Milton Keynes Dons. Hann lék 16 leiki með ÍBV og skoraði í þeim eitt mark. Baldock lék tólf landsleiki með gríska landsliðinu á sínum ferli en hann átti gríska ömmu og var því gjaldgengur með gríska liðinu. Hann hóf feril sinn með liði MK Dons og á leiki að baki í öllum fimm efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Baldock var hylltur af stuðningsmönnum Sheffield United á síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíðVísir/Getty Sheffield United minnist Baldock á X-síðu sinni og þar segir að Baldock hafi verið einstaklega vinsæll á meðal stuðningsmanna, starfsfólks og leikmanna félagsins. Sheffield United Football Club is shocked and extremely saddened to learn of the passing of former player, George Baldock. The defender left the club in the summer after seven years at Bramall Lane and was extremely popular with supporters, staff and team-mates who pulled on a… pic.twitter.com/OlDsn0lFpB— Sheffield United (@SheffieldUnited) October 9, 2024
ÍBV Gríski boltinn Andlát Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira