Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2024 12:18 Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að biðji forsætisráðherra lausnar sé regla að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. Vísir Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira