Loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum: „Ég er miður mín að lesa þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2024 10:06 Kona Magnúsar Karls Magnússonar dvaldi á Roðasölum áður en hún lést. Hann segir Roðasali dæmi um það hvernig eigi að hlúa að einstaklingum með heilabilun. Það sé miður að loka eigi heimilinu. Háskóli Íslands og Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að loka hjúkrunarheimilinu Roðasölum sem er hjúkrunarheimili fyrir heilabilaða. Vísað er til þjónustuþyngdar, óhentugs húsnæðis og að ekki sé ekki hægt að þjónusta fólk til æviloka. Í tilkynningu kemur fram að ákveðið hafi verið að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og að samningurinn renni út í mars á næsta ári. Lagt er til að samningurinn verði endurnýjaður tímabundið á meðan unnið verður að því að flytja íbúa í hjúkrunarrými Hrafnistu við Boðaþing sem tekin verða í notkun vorið 2025. Í tilkynningu segir að bærinn hafi rekið hjúkrunarheimilið síðustu 20 ár með daggjöldum frá ríkinu og viðbótarframlagi frá bænum. Upphaflega hafi staðið til að þar fengju einstaklingar þjónustu sem væru á fyrri stigum minnistaps. Upphaflega voru allir íbúa úr Kópavogi. Þróun þjónustunnar hafi hins vegar verið á þá leið að þjónustuþyngd hafi aukist stöðugt. Starfsemin uppfylli nú ekki þau skilyrði sem sett eru fram í þeirri kröfulýsingu sem um starfsemina gildir og samningur við SÍ byggir á. Hjúkrunarheimilið er staðsett í Salahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu segir að ástæður þess séu til dæmis að húsnæðið sé óhentugt en einnig að einingin sé svo smá, það búi svo fáir þar. „Kröfulýsing hjúkrunarheimila gerir almennt ráð fyrir því að þar geti íbúi dvalið til æviloka og þegar lífslok nálgast er það hlutverk hjúkrunarheimilis að veita líknandi meðferð. Þessu er ekki unnt að verða við í Roðasölum og þess vegna hafa íbúar þurft að flytjast búferlum á önnur hjúkrunarheimili þegar heimilið ræður ekki lengur við að mæta þörfum þeirra,“ segir í tilkynningu bæjarins. Rekstur hjúkrunarheimila ekki lögbundin skylda Tvær bókanir voru lagðar fyrir fund bæjarráðs þegar málið var tekið fyrir. Minnihluti harmaði þar að ekki væri hægt að fresta afgreiðslu málsins og vísaði í umsögn öldungaráðs bæjarins. „Hlutverk öldungaráðs er skv. erindisbréfi að vera vera „formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn um hagsmuni aldraðra þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd hennar og þróun,“ segir í bókun þeirra en undir hana skrifuðu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Erlendur Geirdal og Soumia I. Georgsdóttir. Meirihlutinn benti þá á að rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila falli ekki undir lögbundnar skyldur og þjónustu sveitarfélaga. „Því teljum við eðlilegasti farvegur þessa máls að fara fyrir bæjarráð og bæjarstjórn,“ segir í bókuninni sem þau Björg Baldursdóttir, Svava Halldóra Friðgeirsdóttir og Matthías Björnsson, Hjördís Ýr Johnson og Hólmfríður Hilmarsdóttir skrifa undir. Erfitt að beita nauðsynlegum hjálpartækjum Fram kemur í tilkynningunni að í hjúkrunarheimilinu séu tíu hjúkrunarrými en að af þeim séu átta þeirra einungis 14 fermetrar að stærð og því deili íbúar herbergjanna bað- og salernisaðstöðu. Vegna smæðar herbergjanna geti reynst erfitt að beita nauðsynlegum hjálpartækjum. Þá segir að nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi bjóði upp á betri aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk, til að mynda stærri herbergi sem öll eru með sér salerni og meira rými. „Rætt hefur verið við aðstandendur íbúa í Roðasölum en áhersla er lögð á að vel verði staðið að flutningi íbúa og sömuleiðis hefur starfsfólk verið upplýst. Ekki verður breyting á rekstri á dagdvöl sem rekin er í hluta Roðasala,“ segir í tilkynningunni og að unnið hafi verið að undirbúningi í samráði við bæði heilbrigðisráðuneytið og Hrafnistu. Gæfuspor að búa á Roðasölum Magnús Karl Magnússon prófessor lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands tjáði sig um lokun hjúkrunarheimilisins á Facebook í gær. Kona Magnúsar, Ellý Katrín Gunnarsdóttir, bjó á hjúkrunarheimilinu en hún lést úr Alzheimer sjúkdómi fyrr á þessu ári. Ellý og Magnús Karl voru mjög opinská um veikindi hennar. Karl Magnús segist miður sín að heyra af lokuninni Alls eru tíu hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu. Í tilkynningu bæjarins segir að átta þeirra séu of lítil svo hægt sé að sinna íbúum nægilega vel.Vísir/Vilhelm „Roðasalir eru lítið hjúkrunarheimili þar sem Ellý bjó við yndislega umhyggju í heimilislegu umhverfi. Þar er dásamlegt starfsfólk sem leggur sig fram um að skapa íbúum gott umhverfi. Þetta litla hjúkrunarheimili er heimili tíu kvenna, þarna er einstök stemning,“ segir Magnús Karl. Sjá einnig: Ellý Katrín hefur kvatt þennan heim Hann lýsir því að hafa alltaf verið mætt af hlýju og að hann hafi fundið fljótt eftir að hann kom að þetta væri einstakur staður. „Roðasalir eru langt frá heimili mínu og ég hélt að það útilokaði að við myndum velja Roðasali sem fyrsta kost þegar kæmi að því að Ellý flytti á hjúkrunarheimili. Síðan fór Ellý í hvíldarinnlögn og eftir það vorum við fjölskyldan öll sammála. Þarna vildum við að Ellý fengi að búa. Það var mikið gæfuspor. Ég hef margoft sagt frá því hér á Facebook hve Ellý leið þar vel. Þetta var hennar heimili,“ segir Magnús Karl. Þau hafi vitað að á einhverjum tímapunkt þyrfti hún að fara annað en að það hafi samt verið þeirra ákvörðun að velja Roðasali og fara svo eitthvað annað. Röksemdum bæjarins snúið á hvolf „Ég hef lesið rökstuðning Kópavogsbæjar fyrir ákvörðun sinni og eftir þann lestur er ég sorgmæddur. Þar er lýst stofnun sem ekki stenst tímans tönn, hentar ekki einstaklingum með heilabilun og er vart boðlegur fyrir starfsfólk þar sem húsnæðið stenst ekki faglegar kröfur. Ég hef varið löngum stundum á þessu heimili og ég er miður mín að lesa þetta,“ segir Magnús Karl og að hann telji að í röksemdum bæjarins sé öllu snúið á hvolf. „Roðasalir er stofnun þar sem starfsmannavelta er mjög lítil. Fagfólk og allir aðstandendur sem ég hef hitt eru sammála mér að þetta er einstök stofnun þar sem heimilislegur andi skapaði einstaka aðstöðu fyrir íbúa. Ég tel að allt aðrar ástæður liggi að baki þessari ákvörðun, sennilega eru þær fjárhagslegar. Ég er sannfærður um að úrræði fyrir einstaklinga með heilabilun séu fátæklegri eftir þessa ákvörðun. Roðasalir eru dæmi um hvernig við eigum að búa að einstaklingum með heilabilun,“ segir hann að lokum. Kópavogur Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Geðheilbrigði Tengdar fréttir Stofna námsstyrk á sviði umhverfismála í nafni Ellýjar Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs. 20. september 2024 13:40 Gerðu lykiluppgötvun í baráttunni við Alzheimer Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. 24. júní 2024 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að ákveðið hafi verið að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og að samningurinn renni út í mars á næsta ári. Lagt er til að samningurinn verði endurnýjaður tímabundið á meðan unnið verður að því að flytja íbúa í hjúkrunarrými Hrafnistu við Boðaþing sem tekin verða í notkun vorið 2025. Í tilkynningu segir að bærinn hafi rekið hjúkrunarheimilið síðustu 20 ár með daggjöldum frá ríkinu og viðbótarframlagi frá bænum. Upphaflega hafi staðið til að þar fengju einstaklingar þjónustu sem væru á fyrri stigum minnistaps. Upphaflega voru allir íbúa úr Kópavogi. Þróun þjónustunnar hafi hins vegar verið á þá leið að þjónustuþyngd hafi aukist stöðugt. Starfsemin uppfylli nú ekki þau skilyrði sem sett eru fram í þeirri kröfulýsingu sem um starfsemina gildir og samningur við SÍ byggir á. Hjúkrunarheimilið er staðsett í Salahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu segir að ástæður þess séu til dæmis að húsnæðið sé óhentugt en einnig að einingin sé svo smá, það búi svo fáir þar. „Kröfulýsing hjúkrunarheimila gerir almennt ráð fyrir því að þar geti íbúi dvalið til æviloka og þegar lífslok nálgast er það hlutverk hjúkrunarheimilis að veita líknandi meðferð. Þessu er ekki unnt að verða við í Roðasölum og þess vegna hafa íbúar þurft að flytjast búferlum á önnur hjúkrunarheimili þegar heimilið ræður ekki lengur við að mæta þörfum þeirra,“ segir í tilkynningu bæjarins. Rekstur hjúkrunarheimila ekki lögbundin skylda Tvær bókanir voru lagðar fyrir fund bæjarráðs þegar málið var tekið fyrir. Minnihluti harmaði þar að ekki væri hægt að fresta afgreiðslu málsins og vísaði í umsögn öldungaráðs bæjarins. „Hlutverk öldungaráðs er skv. erindisbréfi að vera vera „formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn um hagsmuni aldraðra þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd hennar og þróun,“ segir í bókun þeirra en undir hana skrifuðu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Erlendur Geirdal og Soumia I. Georgsdóttir. Meirihlutinn benti þá á að rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila falli ekki undir lögbundnar skyldur og þjónustu sveitarfélaga. „Því teljum við eðlilegasti farvegur þessa máls að fara fyrir bæjarráð og bæjarstjórn,“ segir í bókuninni sem þau Björg Baldursdóttir, Svava Halldóra Friðgeirsdóttir og Matthías Björnsson, Hjördís Ýr Johnson og Hólmfríður Hilmarsdóttir skrifa undir. Erfitt að beita nauðsynlegum hjálpartækjum Fram kemur í tilkynningunni að í hjúkrunarheimilinu séu tíu hjúkrunarrými en að af þeim séu átta þeirra einungis 14 fermetrar að stærð og því deili íbúar herbergjanna bað- og salernisaðstöðu. Vegna smæðar herbergjanna geti reynst erfitt að beita nauðsynlegum hjálpartækjum. Þá segir að nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi bjóði upp á betri aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk, til að mynda stærri herbergi sem öll eru með sér salerni og meira rými. „Rætt hefur verið við aðstandendur íbúa í Roðasölum en áhersla er lögð á að vel verði staðið að flutningi íbúa og sömuleiðis hefur starfsfólk verið upplýst. Ekki verður breyting á rekstri á dagdvöl sem rekin er í hluta Roðasala,“ segir í tilkynningunni og að unnið hafi verið að undirbúningi í samráði við bæði heilbrigðisráðuneytið og Hrafnistu. Gæfuspor að búa á Roðasölum Magnús Karl Magnússon prófessor lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands tjáði sig um lokun hjúkrunarheimilisins á Facebook í gær. Kona Magnúsar, Ellý Katrín Gunnarsdóttir, bjó á hjúkrunarheimilinu en hún lést úr Alzheimer sjúkdómi fyrr á þessu ári. Ellý og Magnús Karl voru mjög opinská um veikindi hennar. Karl Magnús segist miður sín að heyra af lokuninni Alls eru tíu hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu. Í tilkynningu bæjarins segir að átta þeirra séu of lítil svo hægt sé að sinna íbúum nægilega vel.Vísir/Vilhelm „Roðasalir eru lítið hjúkrunarheimili þar sem Ellý bjó við yndislega umhyggju í heimilislegu umhverfi. Þar er dásamlegt starfsfólk sem leggur sig fram um að skapa íbúum gott umhverfi. Þetta litla hjúkrunarheimili er heimili tíu kvenna, þarna er einstök stemning,“ segir Magnús Karl. Sjá einnig: Ellý Katrín hefur kvatt þennan heim Hann lýsir því að hafa alltaf verið mætt af hlýju og að hann hafi fundið fljótt eftir að hann kom að þetta væri einstakur staður. „Roðasalir eru langt frá heimili mínu og ég hélt að það útilokaði að við myndum velja Roðasali sem fyrsta kost þegar kæmi að því að Ellý flytti á hjúkrunarheimili. Síðan fór Ellý í hvíldarinnlögn og eftir það vorum við fjölskyldan öll sammála. Þarna vildum við að Ellý fengi að búa. Það var mikið gæfuspor. Ég hef margoft sagt frá því hér á Facebook hve Ellý leið þar vel. Þetta var hennar heimili,“ segir Magnús Karl. Þau hafi vitað að á einhverjum tímapunkt þyrfti hún að fara annað en að það hafi samt verið þeirra ákvörðun að velja Roðasali og fara svo eitthvað annað. Röksemdum bæjarins snúið á hvolf „Ég hef lesið rökstuðning Kópavogsbæjar fyrir ákvörðun sinni og eftir þann lestur er ég sorgmæddur. Þar er lýst stofnun sem ekki stenst tímans tönn, hentar ekki einstaklingum með heilabilun og er vart boðlegur fyrir starfsfólk þar sem húsnæðið stenst ekki faglegar kröfur. Ég hef varið löngum stundum á þessu heimili og ég er miður mín að lesa þetta,“ segir Magnús Karl og að hann telji að í röksemdum bæjarins sé öllu snúið á hvolf. „Roðasalir er stofnun þar sem starfsmannavelta er mjög lítil. Fagfólk og allir aðstandendur sem ég hef hitt eru sammála mér að þetta er einstök stofnun þar sem heimilislegur andi skapaði einstaka aðstöðu fyrir íbúa. Ég tel að allt aðrar ástæður liggi að baki þessari ákvörðun, sennilega eru þær fjárhagslegar. Ég er sannfærður um að úrræði fyrir einstaklinga með heilabilun séu fátæklegri eftir þessa ákvörðun. Roðasalir eru dæmi um hvernig við eigum að búa að einstaklingum með heilabilun,“ segir hann að lokum.
Kópavogur Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Geðheilbrigði Tengdar fréttir Stofna námsstyrk á sviði umhverfismála í nafni Ellýjar Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs. 20. september 2024 13:40 Gerðu lykiluppgötvun í baráttunni við Alzheimer Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. 24. júní 2024 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Stofna námsstyrk á sviði umhverfismála í nafni Ellýjar Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs. 20. september 2024 13:40
Gerðu lykiluppgötvun í baráttunni við Alzheimer Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. 24. júní 2024 09:54