Bjarni Jónsson til liðs við Græningja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:58 Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum í mánuðinum. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01
Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01