Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Aron Einar Gunnarsson mætir ekki á sinn gamla heimavöll í Cardiff í kvöld. Hvorki sem leikmaður né áhorfandi. VÍSIR/VILHELM Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar. Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira