Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 08:02 Þórey Anna Ásgeirsdóttir í viðtali á HM fyrir ári síðan. Hlutverk hennar þar reyndist minna en hún vonaðist til og fannst hún verðskulda. VÍSIR Á meðan að liðsfélagar hennar til margra ára undirbúa sig núna fyrir fyrsta leik á EM, gegn Hollandi eftir níu daga, er Þórey Anna Ásgeirsdóttir ekki þar á meðal. Þessi frábæra handboltakona hefur verið ósátt við sitt hlutverk í landsliðinu og gefur ekki kost á sér. „Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórey Anna í samtali við Vísi. Hún er frekar hikandi við að ræða ákvörðunina, sem hún tók fyrr á þessu ári, en segist þurfa að standa með sjálfri sér. Því fari fjarri að ástæðan sé sú að hún geti ekki fórnað tíma fyrir landsliðið. „Ég tók þessa ákvörðun út af hlutverki mínu innan liðsins. Ég átti samtal við landsliðsþjálfarann fyrir hálfu ári síðan og niðurstaðan úr því var að ég myndi ekki gefa kost á mér. Án þess að vilja fara út í smáatriði þá snýst þetta bara um það – hlutverk mitt innan liðsins,“ segir Þórey Anna. Þessi 27 ára, örvhenta hornakona hefur spilað 45 A-landsleiki, og skorað í þeim 50 mörk. Hún var með á HM fyrir ári síðan og nýtti færin sín einstaklega vel, því hún var með bestu skotnýtinguna af öllum leikmönnum mótsins. Þórey Anna nýtti 17 af 19 skotum sínum. Engu að síður var hlutverk hennar minna en hún vonaðist til, og fannst hún eiga skilið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur frekar treyst á nöfnu hennar, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem nú er einnig leikmaður hans hjá Fram þar sem Arnar gerðist aðstoðarþjálfari í sumar. Eftir ákvörðun Þóreyjar Önnu valdi Arnar Gróttukonuna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur með Þóreyju Rósu í hægra hornið og fara þær tvær á EM. Snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að fórna tíma fyrir landsliðið Ákvörðun sína tók Þórey Anna eftir leikina við Svía um mánaðamótin febrúar-mars, eftir að hafa einnig verið óánægð með hlutskipti sitt á HM og fyrr á landsliðsferlinum. „Ég er þá aðallega að tala um hlutverk mitt innan liðsins. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að gefa tíma minn í landsliðið. Ég er með frábært bakland og góða vinnuveitendur sem hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér varðandi handboltann. Málið er því ekki að ég sé ekki tilbúin að fórna tímanum mínum í þetta. Einhvern veginn hefur það verið þannig að sama hvernig frammistöðu maður hefur sýnt þá hefur það ekki skilað manni neinu. Ég upplifi það þannig, en það getur vel verið að þjálfarinn sjái það allt öðruvísi.“ segir Þórey Anna. „Þessi ákvörðun var mjög erfið“ Hún spilar eins og flestir leikmenn íslenska landsliðsins í Olís-deildinni hér á landi og er þar þriðja markahæst með 7,1 mark að meðaltali í leik, og bestu nýtinguna af þeim leikmönnum sem skora að meðaltali tvö mörk eða meira í leik, eða 85,3 prósent. Þórey Anna ítrekar að það sé ekki gert af neinni léttúð að segja skilið við landsliðið: „Þessi ákvörðun var mjög erfið og alls ekki tekin í neinum flýti. Maður verður að standa og falla með sínum ákvörðunum en ég ætla ekki að ljúga neinu um það að að sjálfsögðu væri gaman að vera þarna og berjast með stelpunum. Ég óska þeim alls hins besta á EM og vona að þeim gangi mjög vel.“ Útilokar ekki að snúa aftur En gæti afstaða Þóreyjar Önnu breyst, á meðan að Arnar er enn landsliðsþjálfari? „Hvað landsliðið varðar þá verður þetta bara að koma í ljós. Maður á aldrei að loka neinum dyrum og ég mun bara meta það eftir því sem tíminn líður. Auðvitað er ég svekkt yfir þessu og hefði alveg viljað taka þátt á EM, en maður verður að standa með sjálfum sér og sínum ákvörðunum.“ EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
„Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórey Anna í samtali við Vísi. Hún er frekar hikandi við að ræða ákvörðunina, sem hún tók fyrr á þessu ári, en segist þurfa að standa með sjálfri sér. Því fari fjarri að ástæðan sé sú að hún geti ekki fórnað tíma fyrir landsliðið. „Ég tók þessa ákvörðun út af hlutverki mínu innan liðsins. Ég átti samtal við landsliðsþjálfarann fyrir hálfu ári síðan og niðurstaðan úr því var að ég myndi ekki gefa kost á mér. Án þess að vilja fara út í smáatriði þá snýst þetta bara um það – hlutverk mitt innan liðsins,“ segir Þórey Anna. Þessi 27 ára, örvhenta hornakona hefur spilað 45 A-landsleiki, og skorað í þeim 50 mörk. Hún var með á HM fyrir ári síðan og nýtti færin sín einstaklega vel, því hún var með bestu skotnýtinguna af öllum leikmönnum mótsins. Þórey Anna nýtti 17 af 19 skotum sínum. Engu að síður var hlutverk hennar minna en hún vonaðist til, og fannst hún eiga skilið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur frekar treyst á nöfnu hennar, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem nú er einnig leikmaður hans hjá Fram þar sem Arnar gerðist aðstoðarþjálfari í sumar. Eftir ákvörðun Þóreyjar Önnu valdi Arnar Gróttukonuna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur með Þóreyju Rósu í hægra hornið og fara þær tvær á EM. Snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að fórna tíma fyrir landsliðið Ákvörðun sína tók Þórey Anna eftir leikina við Svía um mánaðamótin febrúar-mars, eftir að hafa einnig verið óánægð með hlutskipti sitt á HM og fyrr á landsliðsferlinum. „Ég er þá aðallega að tala um hlutverk mitt innan liðsins. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að gefa tíma minn í landsliðið. Ég er með frábært bakland og góða vinnuveitendur sem hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér varðandi handboltann. Málið er því ekki að ég sé ekki tilbúin að fórna tímanum mínum í þetta. Einhvern veginn hefur það verið þannig að sama hvernig frammistöðu maður hefur sýnt þá hefur það ekki skilað manni neinu. Ég upplifi það þannig, en það getur vel verið að þjálfarinn sjái það allt öðruvísi.“ segir Þórey Anna. „Þessi ákvörðun var mjög erfið“ Hún spilar eins og flestir leikmenn íslenska landsliðsins í Olís-deildinni hér á landi og er þar þriðja markahæst með 7,1 mark að meðaltali í leik, og bestu nýtinguna af þeim leikmönnum sem skora að meðaltali tvö mörk eða meira í leik, eða 85,3 prósent. Þórey Anna ítrekar að það sé ekki gert af neinni léttúð að segja skilið við landsliðið: „Þessi ákvörðun var mjög erfið og alls ekki tekin í neinum flýti. Maður verður að standa og falla með sínum ákvörðunum en ég ætla ekki að ljúga neinu um það að að sjálfsögðu væri gaman að vera þarna og berjast með stelpunum. Ég óska þeim alls hins besta á EM og vona að þeim gangi mjög vel.“ Útilokar ekki að snúa aftur En gæti afstaða Þóreyjar Önnu breyst, á meðan að Arnar er enn landsliðsþjálfari? „Hvað landsliðið varðar þá verður þetta bara að koma í ljós. Maður á aldrei að loka neinum dyrum og ég mun bara meta það eftir því sem tíminn líður. Auðvitað er ég svekkt yfir þessu og hefði alveg viljað taka þátt á EM, en maður verður að standa með sjálfum sér og sínum ákvörðunum.“
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira