Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Conor McGregor mætti fyrir dómstólinn með konu sinni Dee Devlin en mikill fjöldi fjölmiðlamanna beið eftir honum. Getty/David Fitzgerald Fórnarlömb kynferðisbrota á Írlandi hafa komið fram í miklum mæli eftir að kona hafði betur í dómsmáli gegn einum frægasta íþróttamanni Íra. Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024 MMA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024
MMA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira