Innherji

Ís­lensk ríkis­bréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtíma­vöxtum er­lendis

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir talsverða gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu þá sé hún innan jafnvægis og ekki orðin meiri en eðlilegt getur talist með hliðsjón af stöðu þjóðarbúsins og utanríkisviðskiptum við útlönd.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir talsverða gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu þá sé hún innan jafnvægis og ekki orðin meiri en eðlilegt getur talist með hliðsjón af stöðu þjóðarbúsins og utanríkisviðskiptum við útlönd. Vísir/Vilhelm

Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið.


Tengdar fréttir

Grein­endur stóru bankanna með ó­líka sýn á gengis­þróun krónunnar

Skiptar skoðanir birtast í nýlegum hagspám viðskiptabankanna um horfurnar í gengisþróun krónunnar en á meðan hagfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka telja útlit fyrir lítilsháttar styrkingu á allra næstu árum eru greinendur Arion heldur svartsýnni, sé litið til mats þeirra á undirliggjandi efnahagsþáttum og utanríkisverslun, og vænta þess að hún eigi eftir að veikjast. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu vikur, einkum með auknu innflæði vegna kaupa á ríkisbréfum, en heilt hefur krónan haldist afar stöðug á árinu.

Krónan styrkist þegar ríkis­bréfin komust á radarinn hjá er­lendum sjóðum

Eftir að hafa styrkst um meira en þrjú prósent á örfáum vikum er gengi krónunnar núna nálægt sínu hæsta gildi á móti evrunni á þessu ári. Krónan veiktist nokkuð skarpt í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, en nú hefur sú þróun snúist við samhliða því að erlendir sjóðir hafa verið að sýna íslenskum ríkisbréfum aukinn áhuga, að sögn sérfræðinga á markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×