Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2023 16:57
„Eins mikið og ég elska þessar stelpur gæti ég ekki viku í viðbót“ Fyrsta stiklan af annarri þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefur verið birt. Þar má sjá vinkonurnar og áhrifavaldana Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu ferðast, skála, gráta, hlægja og allt þar á milli. Bíó og sjónvarp 22. ágúst 2023 13:59
Á ferð með mömmu tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Á ferð með mömmu sem kom út í fyrra í leikstjórn Hilmars Oddssonar hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2023. Bíó og sjónvarp 22. ágúst 2023 11:24
Game of Thrones-leikarinn Darren Kent látinn 36 ára að aldri Leikarinn Darren Kent, þekktastur fyrir leik sinn í Game of Thrones, er látinn 36 ára að aldri. Ekki kemur fram hvernig hann lést en hann hafði glímt við sjaldgæfan húðsjúkdóm, beinþynningu og liðagigt í mörg ár. Lífið 16. ágúst 2023 09:59
Frumsýning á Vísi: Bráðfyndin stikla úr Heimaleiknum Ný íslensk bíómynd, Heimaleikurinn, verður frumsýnd í Bíó Paradís 16. september næstkomandi. Vísir frumsýnir bráðfyndna stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp 15. ágúst 2023 11:00
Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. Lífið samstarf 14. ágúst 2023 11:17
Yrsa gaf Sigurjóni og Erlingi nýjan Kulda Yrsa Sigurðardóttir afhenti Sigurjóni Sighvatssyni og leikstjóranum Erlingi Óttari Thoroddsen fyrstu eintökin af nýrri útgáfu af spennusögunni Kulda. Samnefnd bíómynd þeirra félaga, byggð á bókinni, kemur í bíó 1. september. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2023 15:47
„Ég dó næstum því á Íslandi“ Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti. Lífið 4. ágúst 2023 13:24
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2023 16:25
Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2023 14:03
Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. Bíó og sjónvarp 19. júlí 2023 11:28
Erlingur leikstýrði Julian Sands í hans síðustu mynd Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku. Lífið 8. júlí 2023 20:00
Hættir tímabundið sem rektor og vinnur að heimildamynd í Úkraínu Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hefur lagt leið sína til Úkraínu í þeim tilgangi að taka upp heimildamynd um þær menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í landinu. Menning 7. júlí 2023 09:53
Sjáðu stiklu úr síðustu Kynfræðslunni Í gær birtist stikla fyrir fjórðu og síðustu seríuna af Netflix-þáttunum Sex Education sem hafa notið mikilla vinsælda. Bíó og sjónvarp 6. júlí 2023 23:09
Vill gera hið ómögulega þar til hann er áttræður Tom Cruise fagnaði á dögunum 61 árs afmæli. Aldurinn er þó engin ástæða til að hætta að gera kvikmyndir að hans mati og vonast hann til að geta haldið því áfram þar til hann verður áttatíu ára gamall. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2023 15:09
Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. Bíó og sjónvarp 4. júlí 2023 10:39
Frumsýning á Vísi: Spennuþrungin stikla úr Kulda Íslenska bíómyndin Kuldi verður frumsýnd 1. september næstkomandi en myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Bíó og sjónvarp 30. júní 2023 11:02
Við vorum bara pollar með enga reynslu Ásgeir Sigurðsson er einn yngsti framleiðandi og leikstjóri landsins en hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Harm, á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til Edduverðlaunanna. Næstu verkefni Ásgeirs eru ekki síður spennandi. Lífið 28. júní 2023 10:11
Fyrsta stiklan fyrir raunveruleikaþátt Squid Game Ný stikla fyrir raunveruleikaseríu í anda dystópísku þáttaseríunnar Squid game er lent. Bíó og sjónvarp 18. júní 2023 22:06
Ætlar að hætta að leika og flytja til Frakklands Leikarinn Bryan Cranston hefur tilkynnt um áform sín um að setjast í helgan stein. Stefnir hann á að hætta að leika árið 2026, þegar hann verður sjötugur, og flytja til Frakklands. Bíó og sjónvarp 9. júní 2023 11:40
Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Innlent 5. júní 2023 19:58
Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina. Bíó og sjónvarp 1. júní 2023 14:06
María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31. maí 2023 20:30
Sofnaði þegar Fjallið sprengdi á honum hausinn Leikarinn Pedro Pascal segist hafa sofnað við tökur á hinu þekkta dauðaatriði sínu í Krúnuleikunum (Game of Thrones). Í atriðinu sprengi Hafþór Júlíus Björnsson, sem Fjallið, á honum höfuðið. Lífið 30. maí 2023 12:56
Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Bíó og sjónvarp 29. maí 2023 21:31
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 27. maí 2023 22:36
Anatomie d'une chute hlaut Gullpálmann Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomie d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum. Bíó og sjónvarp 27. maí 2023 20:03
Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu. Lífið 26. maí 2023 11:31
Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Bíó og sjónvarp 25. maí 2023 22:52
Myndaveisla: Einstök upplifun í frumsýningarteiti Það var margt um manninn í Bíó Paradís síðastliðið fimmtudagskvöld í frumsýningarteiti þáttaseríunnar Mannflóran. Er um að ræða heimildaþætti um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel Björk Sturludóttir er þáttastjórnandi og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrir. Bíó og sjónvarp 22. maí 2023 14:00