Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. Innlent 4. september 2020 20:52
Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair verður að lögum í kvöld Icelandair stefnir á hlutafjárútboð í þessum mánuði upp á allt að 23 milljarða. Eitt af skilyrðum þess að mati félagsins var að ríkið veitti félaginu ábyrgð á lánalínur. Frumvarp um ríkisábyrgðina verður að lögum í kvöld. Innlent 4. september 2020 19:20
Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. Viðskipti innlent 4. september 2020 15:57
Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. Skoðun 4. september 2020 14:57
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. Viðskipti innlent 4. september 2020 10:35
Ótvíræður árangur af landamæraskimun Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega. Innlent 3. september 2020 18:16
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það Innlent 3. september 2020 14:48
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Viðskipti innlent 2. september 2020 20:42
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. Viðskipti innlent 2. september 2020 17:07
Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi? Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Skoðun 2. september 2020 14:30
Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Viðskipti innlent 2. september 2020 12:27
Að fórna flugfreyjum fyrir Flugleiðir Ríkisstjórnin virtist ekki æst í að koma Icelandair til hjálpar í upphafi yfirstandandi þrenginga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði hreint út að ef björgunartilraunir myndu mistakast þyrfti einfaldlega að stofna nýtt félag. Skoðun 2. september 2020 09:30
Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir kerfislega mikilvægt að hafa flugsamgöngur við landið en ekki endilega í höndum Icelandair. Innlent 1. september 2020 18:55
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. Viðskipti innlent 1. september 2020 17:57
Hlær að „asnalegri“ umsögn Samtaka skattgreiðenda Samtök skattgreiðenda hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. Innlent 1. september 2020 17:51
Vilja að þingmenn upplýsi um vildarpunktastöðu sína Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins. Viðskipti innlent 1. september 2020 15:14
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. Viðskipti innlent 1. september 2020 12:13
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Viðskipti innlent 1. september 2020 10:29
Hópuppsögn hjá Fríhöfninni Sextíu og tveimur starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn dag. Viðskipti innlent 31. ágúst 2020 13:52
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. Erlent 31. ágúst 2020 12:32
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. Erlent 31. ágúst 2020 12:29
Afnema breytingagjald í von um fleiri farþega United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Viðskipti erlent 30. ágúst 2020 21:35
Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. Viðskipti innlent 30. ágúst 2020 17:49
Gripin með fimmtán kíló af kannabis Kona var tekin með mikið magn af kannabisefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í mánuðinum. Hún var að koma frá Malaga á Spáni þegar tollgæslan stöðvaði hana. Innlent 29. ágúst 2020 10:56
133 starfsmönnum Isavia sagt upp 133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Innlent 28. ágúst 2020 18:11
Fjarlægður úr vél Ryan Air mínútum fyrir brottför eftir staðfestingu á smiti Tveir farþegar voru fjarlægðir úr vél Ryan Air á Stansted flugvellinum í London í gær, skömmu fyrir flugtak. Annar þeirra hafði nokkrum mínútum fyrr fengið skilaboð um að hann hefði greinst með kóronuveiruna. Erlent 27. ágúst 2020 21:22
Járnmaðurinn flaug um Ísland Breski uppfinningamaðurinn Richard Browning hefur á undanförnum árum staðið í þróun búnings sem gerir honum kleift að fljúga um. Búningurinn, sem kallast JetSuit, notar þotuhreyfla og svipar mikið til búnings Tony Stark í teiknimyndasöguheimi Marvel. Lífið 27. ágúst 2020 09:23
Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. Viðskipti erlent 26. ágúst 2020 21:33
Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. Innlent 26. ágúst 2020 19:23
Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Íslenski boltinn 26. ágúst 2020 16:30