Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þessi leikur var ekki skandall að mínu mati“

Aðalsteinn Eyjólfsson, fyrrum þjálfari Kadetten Schaffhausen, er ekki sannfærður um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í leik GOG og Kadetten árið 2020. Í heimildamynd TV2 var því haldið fram að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt.

Handbolti
Fréttamynd

Stórsigur hjá stelpunum

Íslenska nítján ára landsliðið í handbolta endaði taphrinu sína á Evrópumeistaramótinu í Rúmeníu með stórsigri í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Morgan Marie verður áfram á Hlíðarenda

Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals í handbotla kvenna og verður þar með hið minnsta í herbúðum félagsins til ársins 2025.

Sport
Fréttamynd

Sáu aldrei til sólar gegn Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri steinlá gegn Portúgal í B-riðli Evrópumótsins sem fram fer í Rúmeníu. Lokatölur 44-27 Portúgal í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Fram fær mark­vörð frá Val

Andrea Gunnlaugsdóttir hefur samið við Fram og mun leika með liðinu í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindi Fram á föstudag.

Handbolti
Fréttamynd

Grát­legt tap gegn Þýska­landi

Íslenska U-19 ára landslið kvenna í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumótsins sem nú fer fram í Rúmeníu. Lokatölur 31-30 Þýskalandi í vil eftir að Ísland hafði leidd með fjórum mörkum um tíma í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Stemning hjá stelpunum á Snapchat meðan dregið var

Í dag kom í ljós hverjir mótherjar Íslands verða í riðlakeppni HM kvenna í handbolta í desember. Landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir kveðst ekki geta beðið eftir sumarfríslokum svo hún geti hafið undirbúning fyrir mótið.

Handbolti
Fréttamynd

Stórt tap í fyrsta leik á EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri mátti þola átta marka tap er liðið mætti heimakonum í Rúmeníu í fyrsta leik í kvöld, 41-33.

Handbolti
Fréttamynd

„Þar hefðum við getað verið heppnari“

„Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag.

Handbolti