Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Badmintongoðsögn hannar jólakort

Nýtt jólakort eftir Elsu Nielsen er komið í sölu hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Nýja kortið, Júlaknús, er það þriðja og síðasta í jólakortaseríu sem Elsa hannaði fyrir SOS og gaf samtökunum í þágu góðs málefnis. Elsa hannaði einnig jólakort SOS síðastliðinn tvö ár, Jólahjarta og Jólaskór, og seldust þau upp en eru nú fáanleg aftur.

Lífið
Fréttamynd

Margir komnir með jólarjúpur í hús

Rjúpnaveiðar virðast ganga ágætlega þrátt fyrir að veiðidagurinn hafi verið styttur á þann veg að aðeins megi ganga frá hádegi á leyfðum veiðidögum.

Veiði
Fréttamynd

Uggandi yfir tak­mörkunum en stefna á notkun hrað­prófa

Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana.

Menning
Fréttamynd

Ætlar ekki að eyða jólunum ein

Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn.

Lífið
Fréttamynd

Jólastöðin er komin í loftið

Jólabörn landsins geta glaðst yfir því að Jólastöð LéttBylgjunnar er komin í loftið. Líkt og á hverju ári breytist LéttBylgjan 96,7 í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalögin hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Jóla­bjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra

Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi.

Innlent
Fréttamynd

IKEA-geitin komin á sinn stað

IKEA-geitin er komin á sinn stað í Kauptúninu og ljós hafa verið tendruð. Geitin hefur fengið að standa óáreitt síðustu ár en nokkrum sinnum hefur verið kveikt í geitinni. Síðast var það gert árið 2016.

Lífið
Fréttamynd

Jólin eru komin í Costco

Í dag, 23. september, er búið að setja upp jólaskraut á heilu gangana í stórversluninni Costco í Garðabæ. Fyrstu haustlægðirnar eru að fara yfir landið og Costco virðist komið í bullandi jólaskap.

Lífið
Fréttamynd

Segir ó­boð­legt að halda tvenn jól í röð án jóla­tón­leika

Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf.

Innlent