Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Pakkaflóðið að hefjast - Tollstjóri minnir á gjöldin

Nú nálgast jólin og fjölmargir eiga von á sendingum með jólagjöfum frá ættingjum og vinum, sem búsettir eru erlendis. Til marks um fjölda þessara sendinga má geta þess að í fyrra voru skráðar bögglasendingar tæplega sex þúsund talsins síðustu tvo mánuðina fyrir jól samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu

Húsið á sér langa sögu og var komið í afar slæmt ástand þegar Áslaug og maður hennar, Magnús Alfreðsson húsasmíðameistari, keyptu það árið 1993 af Ísafjarðarkaupstað. Hafist var handa við miklar endurbætur árið 1998.

Jólin
Fréttamynd

Í stærri kjól fyrir jól?

Nú nálgast jólin og fólk byrjað að huga að því að finna til uppáhaldssmákökuuppskriftirnar sínar, kafa eftir jólaskrautinu og velja jólagjafir handa nánustu vinum og aðstandendum.

Bakþankar
Fréttamynd

500 myndbönd send inn í Jólastjörnuna

Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. 10 bestu söngvararnir komast áfram í sjónvarpsprufur og upptökur fyrir plötu. Jólastjarnan sjálf syngur á Jólagestum Björgvins í Höllinni.

Innlent
Fréttamynd

Allt dottið í dúnalogn

Aðdragandi jólanna er annasamur og spennan eykst dag frá degi. Hámarkinu er náð á aðfangadagskvöld og þegar pakkarnir hafa verið opnaðir dettur oft allt í dúnalogn.

Jólin
Fréttamynd

Er svo mikill krakki í mér

Að Goðatúni 24 er varla þverfótað fyrir gylltum kertastjökum, glitrandi kúlum, krönsum og öðru skrauti sem minnir á stórhátíðina sem fer senn í hönd. Þar eru Anna Margrét Einarsdóttirog fjölskylda í óða önn að undirbúa komu jólanna með glæsibrag.

Jólin
Fréttamynd

Endurspegla samskiptin

Dóra Welding lyfjatæknir leggur mikið á sig til að gera jólapakkana sérstaka og fallega og segist varla hugsa um annað frá því í september og fram að jólum. Hún sé algjört jólabarn með skreytingagleðina í genunum.

Jólin
Fréttamynd

Hátíð að hætti Nönnu: Silungstoppar, pörusteik og panna-cotta

Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur eldar alltaf hangikjöt á jóladag. Á aðfangadag eru andabringur að beiðni barnabarnanna en meðlætið breytist ár frá ári. Hún gaf nýverið út matreiðslubókina Jólamatur Nönnu og gefur hér uppskriftir að forrétti, aðalrétti og eftirrétti.

Matur
Fréttamynd

Dýrgripir fortíðar

Guðbjörg Ringsted opnaði á síðasta ári leikfangasýningu í Friðbjarnarhúsi á Akureyri. Þar hefur hún til sýnis gömul leikföng af öllum gerðum. Líklega hafa mörg hver glatt börn ósegjanlega þegar þau komu úr litríkum jólapökkunum.

Jólin
Fréttamynd

Gæsalifur og Galette de roi

Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi, bjó í Frakklandi um margra ára skeið. Hún segir þar mikið lagt upp úr góðum mat, ekki síst kringum jól og áramót, en þó jafnist fátt á við "foie gras“ eða gæsalifur.

Matur
Fréttamynd

Aðventa fyrir prinsessur

Áslaug Snorradóttir kann að njóta aðventunnar. Hún ætlar til dæmis alls ekki að vera föst einhvers staðar í umferðarsultu í bíl heldur byrja komandi desembermorgna á því að kveikja á kertum og hlusta á ljúfa tóna. Og fá sér gott að borða þess á milli án m

Jólin
Fréttamynd

Það var verið að baða allan daginn

Helga Haraldsdóttir er ein tíu systkina sem ólust upp í Markholti í Mosfellssveit. Þar á bæ var jólabaðið meiri háttar framkvæmd því bara sjóðandi heitt vatn var í krana en ekkert kalt.

Jólin
Fréttamynd

Unaðssætar uppskriftir frá Ingu Elsu

Inga Elsa Bergþórsdóttir hefur tekið að sér hlutverk sykurdrottningar í fjölskyldu sinni, enda margreynd í gerð eftirrétta og súkkulaðis. Hún segir súkkulaði sérlega skemmtilegt hráefni því auk þess að vera gott eitt og sér er það dásamlegt með öðru.

Jólin
Fréttamynd

Valgeir Guðjóns: Í hátíðlegri sturtu klukkan sex

Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson lék sér með draumajólagjöf æsku sinnar þar til tindátarnir urðu óþekkjanlegir og hlustar ætíð á jólamessuna á undan borðhaldinu á aðfangadagskvöld. Hann segist lítill jólaundirbúningsmaður en þeim mun meira jólabarn.

Jólin
Fréttamynd

Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947

Áslaug Þorgeirsdóttir matreiðslukennari hefur bakað Siggakökur fyrir jólin í fjöldamörg ár. Uppskriftin er úr Nýju matreiðslubókinni frá 1947 eftir Halldóru Eggertsdóttur og Sólveigu Benediktsdóttur. Þetta árið fékk Áslaug dygga hjálp frá barnabörnunum.

Jólin
Fréttamynd

Vogaskóla frómas

Uppskrift að ananasfrómas sem fjölskylda Birnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðings gæðir sér á hver jól er upprunnin úr matreiðslutíma í Vogaskóla fyrir rúmum þremur áratugum. Frómasinn má gera nokkru fyrir jól og geyma í frysti.

Matur
Fréttamynd

Ekta gamaldags jól

Hildur Hálfdanardóttir og eiginmaður hennar Karl Karlsson vélfræðingur fá enn og ávallt uppkomin börn sín, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn í mat og pakka á aðfangadagskvöld. Hún segir jólin eflaust tómleg ef þau hjónin sætu ein við jólatréð.

Jólin
Fréttamynd

Ein um jólin - Alveg hryllileg tilhugsun

Landvörðurinn og háskólaneminn Ásta Davíðsdóttir var liðlega tvítug þegar hún kaus að vera ein og fjarri ástvinum sínum á aðfangadagskvöld. Hún segir lífsreynsluna indæla og mælir hiklaust með dýrmætum þroskaskrefum sem hljótast af því að vera einn um jól.

Jólin
Fréttamynd

Með kveðju frá Sveinka! 13 hugmyndir fyrir skóinn

Það er ósvikinn spenningur í litlum táslum að arka með stígvél í glugga ef jólasveinninn skyldi nú guða á glugga um miðja nótt með óvæntan glaðning í skjatta sínum. Ævintýrið hefst aðfaranótt 12. desember þegar Stekkjarstaur kemur fyrstur til byggða.

Jólin
Fréttamynd

Leikum okkur um jólin

Jólin eru tími samveru og leikja, þótt blátt bann sé við spilamennsku og fíflaskap á aðfangadagskvöld. Leikir létta andrúmloftið, skapa skemmtilegar minningar og setja sérstakan blæ á dagana þegar börn og fullorðnir upplifa jólagleðina saman.

Jólin
Fréttamynd

Flytur frumsamið jólalag fyrir nútímafjölskylduna

„Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól.

Lífið
Fréttamynd

Hart barist í geðveikri jólalagasamkeppni

Starfsmenn 15 „geðveikra“ fyrirtækja, hafa tekið áskorun um að velja eða semja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Jólalögin verða þeirra framlag inn í jólalagakeppnina Geðveik Jól 2011 sem hefst í kvöld, 7. Desember, með frumsýningu á lögunum í opinni dagskrá Skjás Eins kl. 19:30

Lífið
Fréttamynd

Jól hjá Kronkron

Verslunin Kronkron bauð viðskiptavinum sínum í jólagleði á föstudagskvöldið þar sem jólaútstilling listakonunnar Hildar Yeoman var afhjúpuð. Það voru margir sem nýttu tækifærið og yljuðu sér á heitri jólaglögg og skoðuðu jólafatnað.

Lífið
Fréttamynd

Engin íslensk jólamynd í ár

Engin íslensk mynd verður frumsýnd um þessi jól. Því verða aðdáendur íslenskra kvikmynda að leita á önnur mið vilji þeir skemmta sér um jólin. Vonir stóðu til að annaðhvort Svartur á leik eða Djúpið yrðu frumsýndar um jólaleytið en ekki verður af því. Baltasar Kormákur, leikstjóri Djúpsins, var ekki viss hvenær frumsýning myndarinnar yrði og var ekki reiðubúinn til að staðfesta endanlega dagsetningu í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Svartur á leik ekki frumsýnd fyrr en í mars en myndin er byggð á samnefndri bók Stefáns Mána.

Lífið
Fréttamynd

Að fara ekki í jólaköttinn

Jólakötturinn er nýr spilastokkur eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Spilið miðast við yngstu spilamennina og gengur út á að safna samstæðum jólasveinum og lenda ekki í jólakettinum.

Tíska og hönnun