Dós sem spilar íslenskt lag Spiladós með hinu geðþekka jólalagi Það á að gefa börnum brauð eftir Jórunni Viðar fæst í versluninni Kirsuberinu á Vesturgötu 4 í Reykjavík. Það er Margrét Guðnadóttir, einn eigenda Kirsubersins, sem á heiðurinn að framtakinu en hún lét fyrir tveimur árum gera spiladósir með íslenskum þjóðlögum. Jól 16. desember 2004 00:01
Jólatré höggvin í Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til jólatrjáahátíðar í Heiðmörk á morgun þar sem félagsmönnum gefst færi á að velja sér og höggva jólatré. Jól 16. desember 2004 00:01
Fyrstu pakkarnir afhentir Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands fengu fyrstu pakkana sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar afhenta í dag. Kringlan og Bylgjan í samstarfi við Íslandspóst standa fyrir söfnuninni, undir jólatré Kringlunnar. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin sjá svo um að koma pökkunum til þeirra sem á þurfa að halda, svo allir geti haldið gleðileg jól. Jól 16. desember 2004 00:01
Pósturinn til Lapplands Á pósthúsi jólasveinsins í Lapplandi eru starfsmenn sem álfar og um hendur þeirra fara um hálf milljón bréfa sem send eru til jólasveinsins um þessi jól. Jól 16. desember 2004 00:01
Fastar hefðir fylgja piparkökubaks Þær eru hressar vinkonurnar sem hafa bakað piparkökur saman á aðventunni í 14 ár, ásamt börnum sínum. Kjarnann mynda sjö konur sem voru bekkjarsystur í barnaskólanum á Húsavík frá sjö ára aldri en eru nú 43 ára og búa á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar segjast þær gera margt fleira saman en að baka piparkökur. Jól 16. desember 2004 00:01
Gleði á Barnaspítala Hringsins Mikil gleði ríkti á Barnaspítala Hringsins í dag þegar jólasveinar komu þangað í heimsókn. Stekkjarstaur og félagar sungu og spjölluðu við börnin og var þeim að vonum vel tekið. Jólasveinarnir ætla ekki að láta þessa heimsókn nægja eina og sér, heldur ætla þeir að mæta á jólaball Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Jól 16. desember 2004 00:01
Gefið til góðs Jólakötturinn veltir fyrir sér kaupæði landans fyrir jólin. Skoðun 15. desember 2004 00:01
Uppruni jólablands óþekktur Hefð er fyrir því á íslenskum heimilum að skola hangikjöti, laufabrauði og öðru jólameti niður með blöndu af malti og appelsíni. Siðurinn er allgamall en þó virðist nokkuð á huldu hvernig hann er tilkominn. Jól 15. desember 2004 00:01
Jólablóm með góðum ilmi Hýasinta hefur tekið sér sess sem ein af jólaplöntunum hjá okkur en víða erlendis er hún vorblóm. Hýasintan er laukplanta, þannig að allur næringarforði er í lauknum og þarf hún því í raun og veru ekki að vera í mold. Laukurinn sjálfur á ekki að vera í vatni en ræturnar þurfa að fá vatn og passa þarf að halda að þeim raka. Jól 15. desember 2004 00:01
Rambaði á góðan fisk "Ég er ekki með fastar hefðir kringum jólahaldið heldur haga því dálítið eins og andinn blæs mér í brjóst hverju sinni," segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur innt eftir sínum jólasiðum. Samtalið fer fram gegnum síma þar sem Steinunn býr í grennd við Montpellier í Frakklandi og er ekkert á leiðinni heim til Íslands fyrir hátíðirnar. Jól 15. desember 2004 00:01
Jólafasta? Jólakötturinn veltir jólaföstunni fyrir sér og telur jólalos réttara heiti á þessum tíma. Skoðun 15. desember 2004 00:01
Vill rjúpu á jólaborðið Í svartasta skammdeginu, þegar dagsbirtan varir aðeins í nokkrar mínútur í senn, er ekkert betra en að horfa á myndir af Íslandi í sól. Þetta er því einmitt tíminn til að horfa á mynd um veiði," segir Eggert Skúlason sem á dögunum gaf út DVD-diskinn Veiðiperlur. Jól 15. desember 2004 00:01
Jólastyrkjum úthlutað Jólastyrkjum verður úthlutað í samkomusal Hjálpræðishersins núna á laugardaginn. Fulltrúar fjölskyldna sem sótt hafa um styrk mega koma milli klukkan 10 og 12 og einstaklingar milli klukkan eitt og þrjú. Jól 15. desember 2004 00:01
Jólatré bernsku minnar Jólatré bernsku minnar er sýning í handverksmiðstöðinni Punktinum við Kaupvangsstræti á Akureyri. Sum jólatrén eru nýskreytt en önnur líta út eins og þau komu af háaloftinu. </font /> Jól 15. desember 2004 00:01
Að klæðast eftir veðri Ég hef ákveðið að bregða út af venjunni á þessu ári og éta þá sem mér sýnist, sama hvort fötin eru gömul eða ný. Skoðun 15. desember 2004 00:01
Niður með jólaljósin Kúbversk stjórnvöld hafa krafist þess að bandaríska sendinefndin á Kúbu taki niður jólaskreytingar sem skreyta húsnæði þess í Havana. Ástæðan er sú að hluti af jólaskreytingunni er talan 75, sem er stuðningsyfirlýsing við 75 kúbverska andófsmenn sem voru dæmdir í allt að 28 ára fangelsi fyrr á árinu. Jól 15. desember 2004 00:01
Skata og jólakort á Þorláksmessu "Við höfum gjarnan lagt mikið upp úr Þorláksmessukvöldi og það verið hátíðsdagur hjá okkur," segir Helgi Pétursson tónlistarmaður með meiru, og má segja að það liggi vel á honum þessa dagana og jólastemningin sé farin að segja til sín. Jól 15. desember 2004 00:01
Pakkar afhentir á morgun Pakkar sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar, til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands verða afhentir á morgun klukkan 11 við jólatré Kringlunnar. Fulltrúar Kringlunnar, Bylgjunnar og Íslandspósts munu afhenda fulltrúum frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálpar Íslands fyrstu pakkana sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar. Jól 15. desember 2004 00:01
Skynsemi vs. jól Jólakötturinn bendir hér á mikilvgi svefnsins, bæði fyrir menn og dýr. Skoðun 15. desember 2004 00:01
Jólaleikur Bloggsins <strong>Jólaleikur Bloggsins</strong> <a href="/?PageID=587">Hvað veistu um Nylon? </a> Jól 15. desember 2004 00:01
Daufblindir fá styrk Í ár mun jólakortastyrkur Hugar hf. renna til Daufblindrafélags Íslands en Hugur hf. hefur í gegnum árin styrkt góðgerðar- og líknarmálefni með ýmsum hætti. Jól 14. desember 2004 00:01
Meiri bókaafsláttur en í fyrra Afsláttur á bókum virðist meiri í ár en undanfarin ár, segir Hrannar B. Arnarsson, markaðsstjóri bókaútgáfunnar Eddu. Jól 13. desember 2004 00:01
Ágreiningur um eðli jóla Jóhannes Páll páfi tekur nú þátt í deilu um það hvort ítalskir ríkisskólar eigi að draga úr fjárveitingum til jólahátíða þar sem fæðingu frelsarans er minnst. Telur páfi að hátíðarnar séu mikilvægur þáttur í menningar- og trúarlífi Ítala. Jól 13. desember 2004 00:01
Þörf fyrir aðstoð eykst Eftirspurn eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar hefur aukist nú fyrir jólin. Þegar hafa 300 manns fengið aðstoð og Anna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, býst við að annar eins fjöldi óski eftir aðstoð á fimmtudag og föstudag. Jól 13. desember 2004 00:01
Barist við jólakvíða Árlegur fundur EA samtakanna um jólakvíða fer fram í kórkjallara Hallgrímskirkju klukkan sex síðdegis næsta fimmtudag. Jól 13. desember 2004 00:01
Ljós dempuð í kirkjunni Sænska félagið hélt Lúsíuhátíð í Seltjarnarneskirkju í gærkvöld, en í Svíþjóð er slík hátíð haldin 13. desember þar sem Lúsía og og þernur hennar syngja jólalög. Matilda Gregersdotter, formaður Sænska félagsins, segir um árvissan viðburð að ræða hér. Jól 13. desember 2004 00:01
Alvöru útsala í desember Stórútsala er nú í versluninni Friendtex í Síðumúla 13 þar sem allar vörur verða seldar með 40-60% afslætti að minnsta kosti til jóla. Friendtex selur danskan kvenfatnað sem margir kannast við af heimakynningum og er margt á boðstólum svo sem peysur, íþróttagallar, jakkar, kápur, pils og buxur. Jól 10. desember 2004 00:01
Eru jólasveinarnir til í alvöru? Von er á jólasveininum Stekkjastaur til byggða í nótt og er viðbúið að gluggakistur víða um land verði þaktar skóm af ýmsu tagi. Engu að síður eru skiptar skoðanir um hvort jólasveinninn sé yfirhöfuð til. Vísindavefur Háskólans hefur sett fram helstu rök með og á móti í málinu. Jól 10. desember 2004 00:01
Loksins eitthvað fyrir karlana Þetta er alveg nýtt hér á landi og ekki í neinni annarri Vero Moda-verslun í heiminum svo ég viti. Markmiðið hjá okkur er að bæta þjónustu um jólin því það er oft mikið að gera. Oft reynist erfitt að velja gjöf handa konunni en við leggjum okkur fram við að koma með sniðugar hugmyndir að jólagjöfum. Jól 10. desember 2004 00:01
Lúsíubrauð "Lúsíuhátíðin er afar falleg enda er lúsían tákn fyrir það góða í lífinu," segir hin sænska Kristina Anderson, stoðtækjasmiður þegar hún er spurð um Lúsíumessuna sem er þann 13. desember. Matur 10. desember 2004 00:01