Uppsagnir í vændum hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Leikjavísir 24. apríl 2007 05:30
Sony hættir að selja ódýrari PS3 tölvuna Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn. Leikjavísir 22. apríl 2007 11:41
Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Leikjavísir 18. apríl 2007 09:30
GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur Annar GTA-leikurinn sem kemur upphaflega út fyrir PSP og er fluttur yfir á PlayStation 2. Kemur ekki með neitt nýtt til borðsins, en það sleppur því borðið var alveg ágætt fyrir. Ódýr. Leikjavísir 18. apríl 2007 09:00
Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3 Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað. Leikjavísir 13. apríl 2007 15:00
Spá sexföldum hagnaði hjá Sony Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári. Leikjavísir 13. apríl 2007 12:14
PS3 misvel tekið Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum. Leikjavísir 24. mars 2007 18:10
PS3 í verslanir á föstudag PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum. Leikjavísir 18. mars 2007 11:00
Sonic and the Secret Rings - þrjár stjörnur Flestir sem hafa spilað tölvuleiki kannast við Sonic, broddgöltinn bláa sem hleypur á ógnarhraða yfir, undir og í gegnum hindranir á leið sinni í gegnum margvísleg borð. Margir hafa jafnvel prófað einhvern af klassísku Sonic-leikjunum sem komu út á Sega Mega Drive forðum daga. Leikjavísir 12. mars 2007 10:00
Nýr þátttakandi í leikjatölvustríðinu Arftaki vinsælustu sjónvarpsleikjatölvu í heimi, PlayStation 2, er á leið til landsins. Þann 23. mars munu landsmenn, sem og aðrir Evrópubúar, geta notið nýju tölvunnar sem heitir því frumlega nafni PlayStation 3. Leikjavísir 10. mars 2007 08:00
Aldrei fleiri þróað tölvuleik Tuttugu þúsund sjálfboðaliðar hafa boðist til að taka þátt í þróun fyrstu persónu skotleiks sem verður spilaður á netinu. Það er sama fyrirtæki og gerði hina geysivinsælu Counter-Strike leiki sem þróar leikinn. Dave Perry aðalhönnuður fyrirtækisins, Acclaim segir að allt að 100 þúsund sjálfboðaliðar verði fengnir til að þróa leikinn og ef 1% þeirra getur eitthvað af viti sé björninn unninn. Aldrei hafa jafn margir tekið þátt í þróun tölvuleiks. Leikjavísir 6. mars 2007 15:00
PS3 í öðru sæti Leikjatölvan PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony sem kom á markað í Bandaríkjunum og í Japan um miðjan nóvember í fyrra, er í öðru sæti yfir mest seldu leikjatölvur fyrirtækisins í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Stefnt er á að tölvan komi á markað í Evrópu undir lok næsta mánaðar Leikjavísir 28. febrúar 2007 00:01
Mishörð barátta á leikjatölvumarkaði Verðmunur á leikjatölvum hérlendis og í nágrannalöndunum er æði misjafn eftir því hver tölvan er. Xbox 360 er þriðjungi dýrari hér en í löndunum í kring. Nintendo Wii er ekki nema fimm prósentum dýrari hér en í sömu löndum. Leikjavísir 24. febrúar 2007 09:15
Forsala hafin en verðið ekki ákveðið Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Leikjavísir 24. febrúar 2007 06:00
PlayStation 3 slær öll met í forsölu Smásalar í Evrópu hafa fundið fyrir gríðarlegri eftirspurn eftir PlayStation 3 á sama tíma og Sony kemur sér í gírinn fyrir "Stærstu útgáfu á leikjavél hingað til", samkvæmt Ray Maguire, Forstjóra Sony Computer Bretlandi. Leikjavísir 21. febrúar 2007 12:22
Afrita auðveldlega af Blue Ray og HD-DVD Það er orðið alþekkt að eftir því sem framleiðendur DVD og geisladiska búa til betri afritunarvarnir finna tölvuþrjótar leiðir til að komast í kringum þær. Nú er þegar kominn í umferð lykill sem fer framhjá afritunarvörnum á bæði Blue-Ray og HD-DVD diskum, öllum. Áður þurfti sérstakan lykil fyrir hvern einstakan Blue-Ray eða HD-DVD disk. Viðskipti erlent 14. febrúar 2007 12:06
Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikjavísir 10. febrúar 2007 08:00
Zune-stjórinn farinn frá Microsoft Bryan Lee, framkvæmdastjóri afþreyingardeildar bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, hefur sagt upp störfum. Lee var í forsvari deildar sem hafði umsjón með þróun og sölu á Zune-spilaranum sem kom á markað um miðjan nóvember í fyrra. Viðskipti erlent 7. febrúar 2007 06:00
Nintendo Wii mun vinsælli en Playstation 3 í Japan Nintendo Wii seldist í næstum þrisvar sinnum fleiri eintökum en Playstation 3 frá Sony í Japan í janúar. Þetta kemur fram í stærsta leikjatölvutímariti Japan. Wii seldist í 405 þúsund eintökum á meðan PS3 seldist í 148 þúsund. Leikjavísir 6. febrúar 2007 21:58
Samdráttur hjá Sony Japanski tæknirisinn Sony skilaði tæplega 160 milljarða jena hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs. Það svarar til 90,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður Sony fyrir ári 95,4 milljarða króna. Leikjavísir 3. febrúar 2007 00:01
Biðin styttist í PS3 Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Leikjavísir 31. janúar 2007 00:01
Kemur 23. mars Leikjatölvan Playstation 3 verður gefin út í Evrópu 23. mars næstkomandi. Verð tölvunnar er 53 þúsund krónur en endanlegt verð hér á landi hefur ekki verið ákveðið. Leikjavísir 29. janúar 2007 00:01
Playstation 3 kemur 23. mars Tæknifyrirtækið Sony tilkynnti á dögunum útgáfudag leikjatölvunnar Playstation 3 í Evrópu. Hún kemur út hinn 23. mars og mun kosta 599 evrur eða sem samsvarar um 53 þúsund krónum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Leikjavísir 27. janúar 2007 00:01
PS3 kemur til Evrópu 23. mars Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Leikjavísir 25. janúar 2007 09:00
10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Leikjavísir 18. janúar 2007 13:15
PlayStation 3 vélar rokseljast PlayStation 3 leikjatölvan, sem Sony fyrirtækið setti á markað í Bandaríkjunum og Japan í nóvember, hefur selst í meira en tveimur milljónum eintaka. Leikjavísir 18. janúar 2007 00:01
Tvær milljónir seldar Sony fyrirtækið tilkynnt að PlayStation 3 vélin hafi selst í meira en 2 milljónum eintaka eða 1 milljón véla í Bandaríkjunum og 1 milljón í Japan. Er þetta er í takt við þau takmörk sem Sony fyrirtækið setti sér fyrir árslok 2006. Leikjavísir 17. janúar 2007 14:02
Nintendo sigurvegari Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs. Leikjavísir 17. janúar 2007 10:03