Zidane: Steven Gerrard er bestur í heimi Zinedine Zidane segir í viðtali við enska slúðurblaðið Sun að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sé besti leikmaður í heimi og líkir mikilvægi hans við mikilvægi Claude Makelele hjá Real Madrid á árum áður. Enski boltinn 13. mars 2009 10:15
Lampard vill helst ekki mæta Liverpool Frank Lampard, leikmaður Chelsea, vill helst ekki mæta Liverpool þegar dregið verður í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni. Fótbolti 12. mars 2009 21:45
Inter: Mourinho er saklaus Ítalska félagið Inter segir að ásakanir gegn þjálfara félagsins, Jose Mourinho, séu rangar. Hann sé saklaus. Fótbolti 12. mars 2009 19:23
Vandræði ítölsku liðanna eru fjárhagsleg Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að heimskreppan sé að skella hvað þyngst á ítölskum knattspyrnufélögum. Fótbolti 12. mars 2009 18:15
Walcott: Beattie kenndi mér að taka vítin Theo Walcott var einn þeirra leikmanna Arsenal sem skoruðu úr spyrnum sínum í vítakeppninni gegn Roma í gær þar sem enska liðið fór áfram eftir taugatrekkjandi bráðabana. Enski boltinn 12. mars 2009 17:15
Vucinic: Þetta var virkilega ömurleg spyrna Framherjar Roma voru ekki á skotskónum í gær þegar liðið mátti sætta sig við að falla úr leik í Meistaradeildinni á heimavelli eftir vítakeppni gegn Arsenal í 16-liða úrslitunum. Fótbolti 12. mars 2009 16:30
Vieira: Fyrra markið skrifast á mig Miðjumaðurinn Patrick Vieira viðurkennir að fyrra mark Manchester United gegn liði hans Inter á Old Trafford í gær hafi verið sér að kenna. Fótbolti 12. mars 2009 15:44
Stuðningsmaður Arsenal stunginn í Róm Stuðningsmaður Arsenal varð fyrir árás skömmu fyrir leik Roma og Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöld eftir því sem fram kemur í breskum miðlum í dag. Fótbolti 12. mars 2009 15:32
Réðst Mourinho á stuðningsmann Manchester? Lögreglan í Manchester rannsakar nú ásakanir um hvort að Jose Mourinho, þjálfari Inter, hafi slegið stuðningsmann Manchester United á leið sinni frá Old Trafford eftir 0-2 tap Inter á móti Manchester í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. mars 2009 12:35
Mourinho segir að Manchester geti unnið fimmuna Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, sagði eftir tapið fyrir Manchester United í Meistaradeildinni í gær að United gæti unnið fimmfalt í vetur. Fótbolti 12. mars 2009 10:45
Töpuðu ekki leik í Meistaradeildinni en eru samt úr leik Spænska liðið Atlético Madrid datt út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildarinn í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli í seinni leik sínum á móti FC Porto. Porto fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Fótbolti 12. mars 2009 09:45
Guardiola vill mæta ensku liði í 8 liða úrslitunum Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sagði eftir 5-2 sigur á Lyon í Meistaradeildinni í gær að hann vildi mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. Fótbolti 12. mars 2009 09:30
Ferguson: Ekkert frábær frammistaða Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagðist vera hamingjusamur eftir leik Man. Utd og Inter í Meistaradeildinni í kvöld. Sigur United kom þó ekki án vandræða. Fótbolti 11. mars 2009 23:34
Wenger: Stáltaugar hjá ungu strákunum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að rifna úr stolti eftir dramatískan sigur Arsenal á Roma eftir vítaspyrnukeppni. Hann hrósaði guttunum sínum í hástert. Fótbolti 11. mars 2009 23:28
Mourinho: Höfðum ekki heppnina með okkur Jose Mourinho, þjálfari Inter, bar sig karlmannlega eftir leik er hann faðmaði Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að sér. Hann var þó greinilega ekki í neitt sérstöku skapi og skal engan undra. Fótbolti 11. mars 2009 23:21
Arsenal áfram eftir vítaspyrnukeppni Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Fótbolti 11. mars 2009 22:09
Eiður ekki í leikmannahópi Barcelona Búið er að gefa út byrjunarliðin í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Barcelona sem tekur á móti franska liðinu Lyon. Fótbolti 11. mars 2009 18:56
Man. Utd skellti Inter Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 2-0 sigri á Inter en leikið var á Old Trafford í Manchester. Fótbolti 11. mars 2009 18:40
Hoeness vill helst sleppa við að mæta Liverpool Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að sér sé nokk sama hverjir mótherjar liðsins verði í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Hann vill samt helst sleppa við að mæta Liverpool. Fótbolti 11. mars 2009 16:19
Torres fékk sprautu og grátbað um að fá að spila Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gefið það upp að Fernando Torres hafi verið sprautaður með varkjalyfjum í ökklann fyrir leikinn gegn Real Madrid í gær. Fótbolti 11. mars 2009 15:51
Benitez: Verðum að vinna í Manchester Rafa Benitez stjóri Liverpool segir lið sitt með mikið sjálfstraust fyrir leikinn gegn Manchester United á Old Trafford á laugardaginn eftir stórsigur á Real Madrid í gærkvöldi. Enski boltinn 11. mars 2009 15:15
Féll úr leik í 16-liða úrslitum fimmta árið í röð Real Madrid bætti enn heldur vafasamt met sitt er liðið féll úr leik í Mestaradeild Evrópu í gærkvöldi. Þetta er fimmta árið í röð sem liðið fellur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 11. mars 2009 14:30
Mexes ekki með Roma vegna veikinda Roma hefur orðið fyrir enn einu áfallinu fyrir síðari leikinn gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. Nú er ljóst að varnarmaðurinn sterki Philippe Mexes verður ekki með Roma í kvöld vegna veikinda. Fótbolti 11. mars 2009 14:07
Mellberg gagnrýnir leikmenn Chelsea Sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg hjá Juventus gagnrýnir leikmenn Chelsea harðlega fyrir að veitast ítrekað að dómara leiks liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöld. Fótbolti 11. mars 2009 13:50
Beckenbauer líkir Bayern við Liverpool Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, líkir þýska liðinu við enska liðið Liverpool. Bæði félögin stóðu sig frábærlega í Meistaradeildinni í gærkvöldi og hafa síðan bæði verið í vandræðum í deildinni heima fyrir. Fótbolti 11. mars 2009 12:30
Barcelona gisti á Hotel La Florida í nótt Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, tók alla 22 leikmenn sína með á hótelið fyrir leikinn á móti Lyon í kvöld og ætlar að bíða með það fram á síðustu stundu að velja 18 manna hóp. Fótbolti 11. mars 2009 09:45
Benitez: Við getum vel spilað sóknarbolta Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var himinlifandi með stórsigur sinna manna á Real Madrid í kvöld og gefur lítið fyrir þær gagnrýnisraddir að hans lið spili engan sóknarbolta. Fótbolti 10. mars 2009 23:37
Gerrard: Þetta var stórkostleg frammistaða Steven Gerrard var hógvær eftir stórkostlega frammistöðu sína og Liverpool-liðsins gegn Real Madrid í kvöld. Sjálfur skoraði Gerrard tvö mörk í leiknum Fótbolti 10. mars 2009 22:47
Drogba: Mark Juventus vakti okkur Didier Drogba er að hitna á ný eftir að Guus Hiddink tók við Chelsea-liðinu. Hann segir að það besta sem gat komið fyrir Chelsea í kvöld var að Juventus skyldi hafa skorað. Fótbolti 10. mars 2009 22:40
FC Bayern í sögubækurnar Stuðningsmenn FC Bayern eiga eflaust seint eftir að gleyma slátruninni á Sporting Lissabon í kvöld. Bayern vann 7-1 í kvöld og 0-5 í Portúgal. Það gerir 12-1 samanlagt sem eru lygileg úrslit í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 10. mars 2009 22:22