Torres vill klára ferilinn hjá Liverpool Fernando Torres segist vilja leika með Liverpool það sem eftir lifir af sínum leikmannaferli. Enski boltinn 30. apríl 2008 15:39
Miðar á Chelsea-Liverpool á 800 þúsund krónur Bandarísk heimasíða býður til sölu tvo miða á leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á 800 þúsund krónur stykkið. Fótbolti 30. apríl 2008 14:05
Drogba missti allt álit á Benitez Didier Drogba segir að Rafael Benitez sé ekki frábær knattspyrnustjóri og að álit sitt á honum hafi hrapað. Enski boltinn 30. apríl 2008 11:47
Spænska pressan rífur Barcelona í sig Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 30. apríl 2008 11:18
Ferdinand: Scholes er ótrúlegur Rio Ferdinand, fyrirliði Manchester United, segir að agaður leikur og augnablik af snilld frá Paul Scholes hafi gert gæfumuninn í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 29. apríl 2008 21:48
Scholes verður fyrsta nafnið á skýrslu í úrslitaleiknum Sir Alex Ferguson sagði Manchester United eiga skilið að vera komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigurinn á Barcelona í kvöld. Fótbolti 29. apríl 2008 21:34
Manchester United í úrslit Það er ljóst að það verða tvö ensk lið sem leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 1-0 sigri á Barcelona í fjörugum leik á Old Trafford. Fótbolti 29. apríl 2008 20:30
Draumamark Scholes - United með forystu í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Manchester United og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes skoraði sitt fyrsta mark í átta mánuði fyrir United með þrumufleyg sem skilur liðin að. Fótbolti 29. apríl 2008 19:31
Eiður á bekknum á Old Trafford Síðari leikur Manchester United og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. United verður án tveggja lykilmanna í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Barcelona. Fótbolti 29. apríl 2008 18:33
Gerrard: Chelsea líklegri Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Chelsea sé líklegri aðilinn til að fara í úrslitaleikinn en liðin mætast í síðari viðureign undanúrslita Meistaradeildarinnar annað kvöld. Fótbolti 29. apríl 2008 15:09
Benitez hefur áhyggjur af dómaranum Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áhyggjur af ítalska dómaranum sem dæmir leik Chelsea og Liverpool í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fótbolti 29. apríl 2008 13:30
Ferguson segir United ekki í lægð Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Fótbolti 29. apríl 2008 11:13
Lampard líklega með Chelsea gegn Liverpool Allar líkur eru á því að Frank Lampard verði með Chelsea gegn Liverpool er liðin mætast í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Fótbolti 28. apríl 2008 13:09
Vidic og Rooyney æfðu ekki í morgun Hvorki Wayne Rooney né Nemanja Vidic æfðu með Manchester United í morgun en liðið mætir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. Fótbolti 28. apríl 2008 10:21
Lofar meiri sóknarbolta Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lofar meiri sóknarbolta frá sínum mönnum í seinni leiknum gegn Barcelona. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á miðvikudag. Fótbolti 24. apríl 2008 16:49
Rijkaard: Fleiri hafa trú á okkur Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að fleiri hafi nú trú á því að félagið komist í úrslit Meistaradeildarinnar eftir leik kvöldsins. Enski boltinn 23. apríl 2008 23:03
Ferguson ánægður með úrslitin Alex Ferguson var ánægður með úrslitin á Nou Camp í kvöld og neitaði að kenna Ronaldo um að hans mönnum tókst ekki að skora í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2008 21:42
Ronaldo ætlar að bæta fyrir vítaspyrnuna Cristiano Ronaldo lofaði því eftir leik Barcelona og Manchester United að hann ætlaði að skora í síðari leik liðanna í næstu viku. Fótbolti 23. apríl 2008 21:28
United hélt hreinu í Barcelona Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Fótbolti 23. apríl 2008 18:47
Eiður á bekknum - Vidic ekki með Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 23. apríl 2008 18:12
Óvíst með Vidic í kvöld Óvíst er hvort varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði með Manchester United gegn Barcelona í kvöld. Vidic hefur verið að kljást við meiðsli á hné en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann tók ekki þátt í æfingu í gær. Fótbolti 23. apríl 2008 12:00
Þessir kljást í kvöld Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt. Fótbolti 23. apríl 2008 10:30
Lineker segir United að varast Henry Gary Lineker, fyrrum sóknarmaður Barcelona, hefur varað Manchester United við því að Thierry Henry gæti orðið erfiður viðureignar í kvöld. Þá mætast Barcelona og United í fyrri undanúrslitaleik sínum í Meistaradeildinni. Fótbolti 23. apríl 2008 09:38
Benitez ósáttur við dómgæsluna Rafa Benitez setur spurningamerki við ákvörðun dómarans um að bæta við fjórum mínútum af uppbótartíma í leik Liverpool og Chelsea í kvöld. Chelsea jafnaði leikinn á lokaandartaki leiksins með sjálfsmarki John Arne Riise. Fótbolti 22. apríl 2008 21:46
Grant: Áttum skilið að ná jafntefli Avram Grant, stjóri Chelsea, segir að hans menn hafi átt skilið að ná jafntefli gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 22. apríl 2008 21:40
Sjálfsmark Riise tryggði Chelsea jafntefli Fyrri leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar lauk með 1-1 jafntefli á Anfield í kvöld. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1-0 skömmu fyrir leikhlé, en varamaðurinn John Arne Riise jafnaði metin fyrir Chelsea með sjálfsmarki þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fótbolti 22. apríl 2008 20:38
Liverpool hefur forystu í hálfleik Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Hollendingurinn Dirk Kuyt sem skoraði mark Liverpool skömmu áður en flautað var til hálfleiks. Fótbolti 22. apríl 2008 19:29
Ráðlagt að mæta ekki á Anfield Liverpool Echo greinir frá því að lögreglan hafi ráðlagt eigendum Liverpool að vera ekki á Anfield í kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea. Lögreglan í Liverpool-borg telur að þeir skapi öryggi sínu í hættu með því að mæta á leikinn. Fótbolti 22. apríl 2008 12:58
Van der Sar með á morgun Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum frá leik Manchester United gegn Blackburn um síðustu helgi. Hann verður því í markinu í fyrri leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni annað kvöld. Fótbolti 22. apríl 2008 10:06
Leikmenn Chelsea styðja Grant John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að leikmenn liðsins styðji Avram Grant, knattspyrnustjóra liðsins. Fótbolti 21. apríl 2008 22:27