Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ferdinand: Scholes er ótrúlegur

    Rio Ferdinand, fyrirliði Manchester United, segir að agaður leikur og augnablik af snilld frá Paul Scholes hafi gert gæfumuninn í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Manchester United í úrslit

    Það er ljóst að það verða tvö ensk lið sem leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 1-0 sigri á Barcelona í fjörugum leik á Old Trafford.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður á bekknum á Old Trafford

    Síðari leikur Manchester United og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. United verður án tveggja lykilmanna í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard: Chelsea líklegri

    Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Chelsea sé líklegri aðilinn til að fara í úrslitaleikinn en liðin mætast í síðari viðureign undanúrslita Meistaradeildarinnar annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez hefur áhyggjur af dómaranum

    Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áhyggjur af ítalska dómaranum sem dæmir leik Chelsea og Liverpool í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lofar meiri sóknarbolta

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lofar meiri sóknarbolta frá sínum mönnum í seinni leiknum gegn Barcelona. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á miðvikudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United hélt hreinu í Barcelona

    Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Óvíst með Vidic í kvöld

    Óvíst er hvort varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði með Manchester United gegn Barcelona í kvöld. Vidic hefur verið að kljást við meiðsli á hné en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann tók ekki þátt í æfingu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þessir kljást í kvöld

    Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lineker segir United að varast Henry

    Gary Lineker, fyrrum sóknarmaður Barcelona, hefur varað Manchester United við því að Thierry Henry gæti orðið erfiður viðureignar í kvöld. Þá mætast Barcelona og United í fyrri undanúrslitaleik sínum í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez ósáttur við dómgæsluna

    Rafa Benitez setur spurningamerki við ákvörðun dómarans um að bæta við fjórum mínútum af uppbótartíma í leik Liverpool og Chelsea í kvöld. Chelsea jafnaði leikinn á lokaandartaki leiksins með sjálfsmarki John Arne Riise.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjálfsmark Riise tryggði Chelsea jafntefli

    Fyrri leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar lauk með 1-1 jafntefli á Anfield í kvöld. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1-0 skömmu fyrir leikhlé, en varamaðurinn John Arne Riise jafnaði metin fyrir Chelsea með sjálfsmarki þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool hefur forystu í hálfleik

    Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Hollendingurinn Dirk Kuyt sem skoraði mark Liverpool skömmu áður en flautað var til hálfleiks.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ráðlagt að mæta ekki á Anfield

    Liverpool Echo greinir frá því að lögreglan hafi ráðlagt eigendum Liverpool að vera ekki á Anfield í kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea. Lögreglan í Liverpool-borg telur að þeir skapi öryggi sínu í hættu með því að mæta á leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van der Sar með á morgun

    Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum frá leik Manchester United gegn Blackburn um síðustu helgi. Hann verður því í markinu í fyrri leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni annað kvöld.

    Fótbolti