Eiður: Ég vildi helst mæta Man Utd Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Fótbolti 21. apríl 2008 15:52
Benitez saknar ekki Mourinho Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að það sé eigandinn Roban Abramovich sem sé lykilmaðurinn á bak við velgengni Chelsea en ekki stjórarnir Jose Mourinho og Avram Grant. Fótbolti 21. apríl 2008 12:57
Ronaldo vill ná sigri á Nou Camp Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist sjálfur stefna á að ná sigri þegar lið hans mætir Barcelona á Nou Camp í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hér er um að ræða fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fótbolti 21. apríl 2008 12:45
Eiður lofar Paul Scholes Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Fótbolti 20. apríl 2008 18:44
Abidal vill ekki spila Eric Abidal hefur beðið Frank Rijkaard, stjóra Barcelona, að kippa sér út úr byrjunarliðinu vegna þess að hann er óánægður með eigin frammistöðu. Fótbolti 17. apríl 2008 14:24
Torres vonar að Barcelona vinni Manchester United Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, vonast til að Barcelona slá Manchester United út úr Meistaradeild Evrópu. Spænski landsliðsmaðurinn vonast til að mæta spænska stórliðinu í úrslitaleiknum 21. maí. Fótbolti 15. apríl 2008 19:00
United er ekki endilega sigurstranglegra Thierry Henry hjá Barcelona segir að þó Manchester United sé vissulega að leika vel þessa dagana, geti liðið ekki endilega talist sigurstranglegra þegar það mætir Barcelona í undanúrslitum keppninnar í lok mánaðarins. Fótbolti 10. apríl 2008 10:21
United og Barcelona í undanúrslit Manchester United vann ellefta sigur sinn í röð á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld en það er met. Liðið vann Roma 1-0 og kemst því í undanúrslitin á 3-0 sigri samtals. Fótbolti 9. apríl 2008 18:45
Enginn hefndarhugur Frank Lampard segir að hefnd verði ekki efst í huga leikmanna Chelsea þegar þeir mæta Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur slegið Chelsea út úr síðustu tveimur einvígjum þessara liða í keppninni. Fótbolti 9. apríl 2008 18:14
Byrjunarlið kvöldsins í Meistaradeildinni Átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld og eru Manchester United og Barcelona í vænlegri stöðu. Búið er að tilkynna byrjunarliðin. Fótbolti 9. apríl 2008 17:45
Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni á Wembley í vor? Breska blaðið Times segist hafa heimildir fyrir því að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafi ritað Knattspyrnusambandi Evrópu bréf þar sem þess er farið á leit að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í vor fari fram á Wembley ef tvö ensk lið komast í úrslitaleikinn. Fótbolti 9. apríl 2008 16:00
Houllier: Dómgæslan var Arsenal í óhag Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier segir að Arsenal hafi liðið fyrir slaka dómgæslu í einvígi sínu við Liverpool í Meistaradeildinni. Fótbolti 9. apríl 2008 15:43
Torres: Stærsta augnablikið á ferlinum Spænski markahrókurinn Fernando Torres hjá Liverpool segir sigurinn á Arsenal í gær hafa markað eftirminnilegasta kvöld sitt á ferlinum. Torres skoraði glæsilegt mark í 4-2 sigri Liverpool. Fótbolti 9. apríl 2008 14:56
Gaman að mæta Chelsea aftur Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist hlakka til að mæta Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Fótbolti 9. apríl 2008 14:00
Scholes spilar sinn 100. leik í kvöld Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United nær merkum áfanga í kvöld þegar hann spilar væntanlega sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Fótbolti 9. apríl 2008 13:13
Sami hópur hjá Rijkaard í kvöld Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur valið sama leikmannahópinn fyrir síðari leikinn gegn Schalke í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann fyrri leikinn 1-0 í Þýskalandi á dögunum. Fótbolti 9. apríl 2008 12:42
Ferguson er bjartsýnn Sir Alex Ferguson er bjartsýnn á að hans menn í Manchester United klári verkefnið með sóma í kvöld þegar þeir taka á móti Roma í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford. Fótbolti 9. apríl 2008 11:30
Erfitt að kyngja vítinu Varnarmaðurinn Kolo Toure hjá Arsenal segist eiga erfitt með að kyngja því að á hann hafi verið dæmd vítaspyrna í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool vann leikinn 4-2 og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Fótbolti 9. apríl 2008 10:27
Benítez: Trú okkar gerði gæfumuninn Trúin flytur fjöll eins og sannaðist í kvöld þegar Liverpool vann Arsenal 4-2. Þegar sex mínútur voru til leiksloka var Arsenal á leið í undanúrslitin en Liverpool skoraði tvívegis og vann glæstan sigur. Fótbolti 8. apríl 2008 22:06
Ef hann fer þá er það til okkar Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segir að ef Ronaldinho fari frá Barcelona þá verði það til AC Milan. Sá brasilíski er ósáttur í herbúðum Börsunga og allt útlit fyrir að hann yfirgefi liðið í sumar. Fótbolti 8. apríl 2008 21:51
Hyypia: Vonandi verða leikirnir gegn Chelsea líka svona Sami Hyypia, varnarmaður Liverpool, var hæstánægður með sigur Liverpool í kvöld. Hyppia skoraði mikilvægt mark fyrir Liverpool og jafnaði í 1-1 með glæsilegu skallamarki. Fótbolti 8. apríl 2008 21:08
Liverpool og Chelsea mætast í undanúrslitum Liverpool og Chelsea komust í kvöld í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool vann ótrúlegan 4-2 sigur á Arsenal í stórskemmtilegum leik á meðan Chelsea vann Fenerbache 2-0. Fótbolti 8. apríl 2008 18:56
Byrjunarlið kvöldsins í Meistaradeildinni Nú klukkan 18:45 hefjast tveir af seinni leikjum átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu. Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér að neðan. Fótbolti 8. apríl 2008 18:01
Brown: Alls ekki búið Wes Brown, varnarmaður Manchester United, segir að liðið megi ekki taka fótinn af bensíngjöfinni þegar liðið mætir Roma á morgun. United vann fyrri leikinn á Ítalíu 2-0 og eru því í ansi vænlegri stöðu. Fótbolti 8. apríl 2008 17:37
Rio er inni í myndinni Sir Alex Ferguson segir að læknisrannsókn á varnarmanninum Rio Ferdinand hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós og því gæti hugsast að hann verði jafnvel í byrjunarliði Manchester United í síðari leiknum gegn Roma í Meistaradeildinni annað kvöld. Fótbolti 8. apríl 2008 13:58
Hicks tekur hafnaboltann fram yfir Meistaradeildina Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, verður ekki á Anfield í kvöld þegar liðið mætir Arsenal og freistar þess að vinna sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 8. apríl 2008 11:50
Geir á Stamford Bridge Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Fenerbahce sem fram fer á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge. Leikurinn er seinni viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 7. apríl 2008 23:00
Totti missir líka af seinni leiknum Ítalska liðið Roma opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir seinni leikinn gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Francesco Totti, fyrirliði liðsins, hefur enn ekki jafnað sig af meiðslum og er ekki í hópnum. Fótbolti 7. apríl 2008 18:30
Pennant ekki með á morgun Ljóst er að vængmaðurinn Jermaine Pennant verður ekki í leikmannahópi Liverpool á morgun. Þá tekur liðið á móti Arsenal í seinni viðureign þessara liða í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 7. apríl 2008 17:08
Roma á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum Ekki er hægt að segja að Roma hafi söguna á bandi sér þegar liðið mætir Manchester United á Old Trafford í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 7. apríl 2008 13:30