KSÍ

Fréttamynd

Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér

Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar.

Sport
Fréttamynd

Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ

Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum.

Innlent
Fréttamynd

Ingó tróð upp í fimm­tugs­af­mæli stjórnar­manns KSÍ

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn KSÍ tók Kol­bein út úr hópnum vegna miska­bóta­málsins

Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Her­mann og Martin gagn­rýna aumingjana sem fela sig

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Bar kappið KSÍ ofur­liði?

Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu

Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum.

Sport
Fréttamynd

Uppfært: Guðni er hættur sem for­­maður KSÍ

Allir starfsmenn KSÍ hafa verið boðaðir á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við fréttastofu. Vísir verður með beina útsendingu frá höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Innlent
Fréttamynd

„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér.

Innlent