Dýr

Fréttamynd

Kindur vilja ekki leika við hunda

En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda.

Skoðun
Fréttamynd

Á­minning um að plastið drepi

Yfir­fullar rusla­tunnur og matar­af­gangar eru sér­stak­lega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álfta­nesi er á­minning til allra um að ganga vel frá úr­gangi og að minnka notkun á ó­þarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lög­reglu og bæjar­yfir­völd í Garða­bæ vita af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Um blóðtökur úr fylfullum hryssum

Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er.

Skoðun
Fréttamynd

Hunda­dauðinn kominn á borð lög­reglu

Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist

Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur.

Innlent
Fréttamynd

Kona drepin af birni

Grábjörn virðist hafa banað konu í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum um helgina. Lík konunnar fannst á laugardaginn, nærri vinsælli gönguleið en atvikið er enn til rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Hnýðingskálfur í fylgd með háhyrningum

Dýraverndunarsamtökin Orca Guardians Iceland, sem berjast fyrir verndun háhyrninga við Íslands strendur, birtu í gær mynd af hnýðingskálfi í för með háhyrningum. Virtist sem svo að háhyrningarnir hefðu tekið kálfinn í fóstur um stund.

Innlent
Fréttamynd

Ljónið sennilega svín

Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín.

Erlent
Fréttamynd

Hafa enn ekki fundið ljónið

Lögreglan í Berlín og Brandenburg hefur enn ekki fundið ljónið sem talið er að gangi lausum hala í suðurhluta borgarinnar og úthverfum. Til stendur að auka viðbúnað og umfang leitarinnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ljón leikur lausum hala í Berlín

Lögreglan Í Berlín hefur beðið íbúa í úthverfum borgarinnar um að halda sig heima eftir að stórt kattardýr, sem talið er vera ljónynja, sást á svæðinu í gærkvöldi. Þá eru gæludýraeigendur beðnir um að halda dýrum sínum innandyra.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir slösuðust í árásarhrinu höfrunga

Fjórir sundgarpar slösuðust í árás höfrunga í Japan. Þrátt fyrir að höfrungar séu almennt ekki árásargjarnir eiga þeir það til að ráðast á fólk sem stingur sér til sunds.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að góma ágengan og þjófóttan otur

Embættismenn í Kaliforníu vinna nú að því að handsama ágengan sæotur sem hefur verið að áreita fólk á brimbrettum og kajökum og jafnvel stolið brettum af fólki. Oturinn er fimm ára gamall og kvenkyns hefur hagað sér á ágengan hátt undan ströndum Santa Cruz.

Erlent
Fréttamynd

Breytir hundum í lista­verk

Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum.

Lífið