Öryggis- og varnarmál

Fréttamynd

Samstarf Norðurlanda

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna funduðu í Borgarnesi í vikunni. Bönd þessara ríkja hafa styrkst með hverju ári.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri á móti hernaðaruppbyggingu

Rúmlega helmingur sem tekur afstöðu í nýrri könnun er andvígur frekari uppbyggingu Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu. Mestur stuðningur mælist hjá kjósendum Miðflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi ráði um hermál

Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði.

Skoðun
Fréttamynd

Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði

Þingmaður Vinstri grænna, Kolbeinn Óttarsson Proppé, vill að Alþingi komi að ákvörðunum um umsvif herliðs hér á landi og hyggst leggja fram frumvarp til að breyta varnarmálalögum í þá átt.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla

Á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun gistirýma fyrir erlendan liðsafla. Hávær orðrómur hefur verið um endurkomu bandaríska hersins en upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir framkvæmdirnar ekki til marks um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi.

Innlent