Lög og regla Amfetamínið 150 milljóna virði Smásöluandvirði amfetamínsins, sem lögreglan og tollgæslan hafa gert upptækt við rannsókn fíkniefnamálsins sem greint var frá í gær, hefði numið allt að 150 milljónum króna miðað við að efnið hafi komið óblandað til landsins. Innlent 13.10.2005 14:41 Framseldur frá Hollandi? Fíkniefnadeild lögreglunnar óskar að öllum líkindum eftir að Íslendingur, sem býr í Hollandi, verði framseldur í tengslum við rannsókn á fíkniefnasmyglinu sem greint var frá í gær. Það ræðst endanlega á fundi sem nú stendur yfir og fari svo verða fimm menn í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknarinnar. Innlent 13.10.2005 14:41 Fangaflótti í Svíþjóð Tveir hættulegir fangar brutust út úr sænsku fangelsi í grennd við Stokkhólm í gærkvöldi með því að taka fangavörð í gíslingu og hóta að skera hann á háls, ef ekki yrði opnað fyrir þeim. Gríðarleg leit er nú gerð að föngunum og gíslinum en annar fanginn er morðingi og hinn stórtækur fíkniefnasmyglari. Innlent 13.10.2005 14:41 Vanaafbrotamaður í steininn á ný Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til fangelsisvistar í tvö ár og sex mánuði fyrir ítrekuð afbrot, þ.á m. þjófnað, húsbrot og fíkniefnabrot. Í niðurstöðum réttarins segir að brotaferill mannsins, sem rauf reynslulausn með þeim afbrotum sem til umfjöllunar voru, hafi staðið samfellt frá því í nóvember árið 2001. Innlent 13.10.2005 14:41 Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að halda fyrrum sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð hennar og nauðga henni þrívegis auk þess að skemma ýmsar eignir hennar. Þá á hann að greiða konunni 1,4 milljónir króna í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 14:41 Tólf hundruð fíkniefnabrot Tæplega tólfhundruð ætluð brot á fíkniefnalöggjöfinni hafa komið á borð lögreglu frá áramótum, að því er fram kemur í frétt frá embætti Ríkislögreglustjóra. Allt síðasta ár voru skráð 1.385 fíkniefnabrot en þau eru nú orðin 1.185 það sem af er árinu. Innlent 13.10.2005 14:41 Óvíst að Jón Steinar verji Gunnar Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Gunnars Arnar Kristjánssonar fyrrverandi forstjóra SÍF, óskaði eftir annarri fyrirtöku í málinu gegn Gunnari fyrstu vikuna í október þegar fyrir liggur hver verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Þá verður ljóst hvort Jón Steinar verji sjálfur Gunnar Örn en hann er einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara. Innlent 13.10.2005 14:40 Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar Sex Íslendingar hafa verið handteknir og fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Mikið magn af amfetamíni, kókaíni og LSD fannst í þremur sendingum frá Hollandi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:40 Spreningingar lögreglu vöktu fólk Æfingar sérsveitar lögreglunnar vöktu íbúa í Þorlákshöfn um fjögurleytið í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 14:40 Hundur gerði húsráðanda viðvart Bruni varð í einbýlishúsi á Tálknafirði í fyrrinótt og mátti litlu muna að húsið yrði alelda. Heimilishundur lét húsráðanda vita um eldinn. Innlent 13.10.2005 14:40 Stálu og skemmdu Brotist var inn í félagsmiðstöðina Tópas í Bolungarvík um síðustu helgi en í sama húsi er heilsdagsskóli grunnskólans. Innlent 13.10.2005 14:40 Gremja í garð Jóns Steinars Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Innlent 13.10.2005 14:40 Vilja sjúkraskýrslur frá Litháen Beiðni verjenda í líkfundarmálinu í Neskaupstað um að ákæruvaldið aflaði sjúkraskýrslna frá Litháen um hugsanleg veikindi Vaidasar Jucevicius, var hafnað af dómara Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Verjendurnir óskuðu eftir úrskurði í málinu. Innlent 13.10.2005 14:40 « ‹ 117 118 119 120 ›
Amfetamínið 150 milljóna virði Smásöluandvirði amfetamínsins, sem lögreglan og tollgæslan hafa gert upptækt við rannsókn fíkniefnamálsins sem greint var frá í gær, hefði numið allt að 150 milljónum króna miðað við að efnið hafi komið óblandað til landsins. Innlent 13.10.2005 14:41
Framseldur frá Hollandi? Fíkniefnadeild lögreglunnar óskar að öllum líkindum eftir að Íslendingur, sem býr í Hollandi, verði framseldur í tengslum við rannsókn á fíkniefnasmyglinu sem greint var frá í gær. Það ræðst endanlega á fundi sem nú stendur yfir og fari svo verða fimm menn í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknarinnar. Innlent 13.10.2005 14:41
Fangaflótti í Svíþjóð Tveir hættulegir fangar brutust út úr sænsku fangelsi í grennd við Stokkhólm í gærkvöldi með því að taka fangavörð í gíslingu og hóta að skera hann á háls, ef ekki yrði opnað fyrir þeim. Gríðarleg leit er nú gerð að föngunum og gíslinum en annar fanginn er morðingi og hinn stórtækur fíkniefnasmyglari. Innlent 13.10.2005 14:41
Vanaafbrotamaður í steininn á ný Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til fangelsisvistar í tvö ár og sex mánuði fyrir ítrekuð afbrot, þ.á m. þjófnað, húsbrot og fíkniefnabrot. Í niðurstöðum réttarins segir að brotaferill mannsins, sem rauf reynslulausn með þeim afbrotum sem til umfjöllunar voru, hafi staðið samfellt frá því í nóvember árið 2001. Innlent 13.10.2005 14:41
Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að halda fyrrum sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð hennar og nauðga henni þrívegis auk þess að skemma ýmsar eignir hennar. Þá á hann að greiða konunni 1,4 milljónir króna í skaðabætur. Innlent 13.10.2005 14:41
Tólf hundruð fíkniefnabrot Tæplega tólfhundruð ætluð brot á fíkniefnalöggjöfinni hafa komið á borð lögreglu frá áramótum, að því er fram kemur í frétt frá embætti Ríkislögreglustjóra. Allt síðasta ár voru skráð 1.385 fíkniefnabrot en þau eru nú orðin 1.185 það sem af er árinu. Innlent 13.10.2005 14:41
Óvíst að Jón Steinar verji Gunnar Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Gunnars Arnar Kristjánssonar fyrrverandi forstjóra SÍF, óskaði eftir annarri fyrirtöku í málinu gegn Gunnari fyrstu vikuna í október þegar fyrir liggur hver verði skipaður í stöðu hæstaréttardómara. Þá verður ljóst hvort Jón Steinar verji sjálfur Gunnar Örn en hann er einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara. Innlent 13.10.2005 14:40
Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar Sex Íslendingar hafa verið handteknir og fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Mikið magn af amfetamíni, kókaíni og LSD fannst í þremur sendingum frá Hollandi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:40
Spreningingar lögreglu vöktu fólk Æfingar sérsveitar lögreglunnar vöktu íbúa í Þorlákshöfn um fjögurleytið í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 14:40
Hundur gerði húsráðanda viðvart Bruni varð í einbýlishúsi á Tálknafirði í fyrrinótt og mátti litlu muna að húsið yrði alelda. Heimilishundur lét húsráðanda vita um eldinn. Innlent 13.10.2005 14:40
Stálu og skemmdu Brotist var inn í félagsmiðstöðina Tópas í Bolungarvík um síðustu helgi en í sama húsi er heilsdagsskóli grunnskólans. Innlent 13.10.2005 14:40
Gremja í garð Jóns Steinars Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Innlent 13.10.2005 14:40
Vilja sjúkraskýrslur frá Litháen Beiðni verjenda í líkfundarmálinu í Neskaupstað um að ákæruvaldið aflaði sjúkraskýrslna frá Litháen um hugsanleg veikindi Vaidasar Jucevicius, var hafnað af dómara Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Verjendurnir óskuðu eftir úrskurði í málinu. Innlent 13.10.2005 14:40