Innlent

Fréttamynd

Íbúðalánin líklega ólögmæt

„Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni

„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni.

Innlent
Fréttamynd

fréttaskýring: Kemur aftur saman í júní

Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga.

Innlent
Fréttamynd

Fréttaskýring: Leiðtogaráðið tekur umsókn Íslands fyrir

Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur.

Erlent
Fréttamynd

Bíður morguns

Fyrirtækið Þráinn tók fimm lán upp á 357 milljónir króna á árunum 2006 til 2007. Þeim svipar til mála gengistryggðu lánanna sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt í gær en þau voru tengd japönsku jeni. Í nóvember í fyrra stóð höfuðstóllinn í 887 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Orsök pestar enn óþekkt

Enn hefur ekki verið hægt að tengja smitandi hósta í hrossum þeim veirum sem þekktar eru fyrir að leggjast á öndunarfæri hrossa. Þetta kom fram á fundi stýrihóps fulltrúa Matvælastofnunar, Tilraunastöðvarinnar á Keldum og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal

Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið."

Innlent
Fréttamynd

Fjörulallar og marhross

Frá fornu fari hafa verið sagðar sögur á Íslandi um kynjaverur sem heima áttu í undirdjúpunum. Hvergi á Íslandi eru þó fleiri frásagnir um þær en í Arnarfirði og eru á annað hundrað skráðar frásagnir til þar sem menn hafa komist í tæri við skrímsli.

Innlent
Fréttamynd

Hagstæðustu vextir Seðlabanka til álita

efnahagsmál Stjórnvöld eru að kanna hvort í lögum finnist nægileg leiðsögn til að bregðast við dómi Hæstaréttar í gær um að gengistryggð lán séu ólögmæt. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bendir á að samkvæmt þeim beri kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af skuldara haft. Þeir sem hafa borgað of mikið af erlendum lánum gætu því átt von á endurgreiðslu. Sé krafan óverðtryggð á samkvæmt lögunum að miða við hagstæðustu óverðtryggðu útlánsvexti Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Oddný vill búa til nýtt kerfi

Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskólum borgarinnar samkvæmt málefnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns.

Innlent
Fréttamynd

Horfur slæmar í efnahagslífi

Efnahagsmál Aðstæður í efnahagslífinu eru slæmar að mati 87 prósenta stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum 400 stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin var gerð í maí og byrjun júní en afstaða stjórnenda hefur ekki breyst frá síðustu könnun sem gerð var í febrúar og mars síðastliðnum. Aðeins eitt prósent stjórnenda taldi aðstæður góðar í efnahagslífinu en tólf prósent töldu þær hvorki góðar né slæmar.- mþl

Innlent
Fréttamynd

Grunur um herpessýkingar í hestum

„Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar skrifast á um Icesave

Breski fjármálaráðherrann, George Osborne, hefur svarað bréfi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um viðræður vegna Icesave-deilunnar.

Innlent
Fréttamynd

Milljónasamningur í höfn

Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kafli um fjármálakerfi bíður

Hægt verður að hefja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ekki hafi náðst samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave-málið.

Innlent
Fréttamynd

Sífellt fleiri vilja leiðréttingu

Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 milljarða, setur Íbúðalánasjóð á hausinn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkunum. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Drukknir á skytteríi í óleyfi

Tilkynnt var til lögreglunnar á Vestfjörðum um síðustu helgi að þrír menn væru að skjóta fugla í Æðey og væru drukknir í ofanálag. Ekki tókst betur til hjá veiðimönnunum en að gúmmítuðran sem þeir voru á varð vélarvana og þurftu þeir að leita aðstoðar hjá ábúandanum sem þeir höfðu verið að skjóta hjá í óleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Fer niður um ellefu krónur

N1 lækkaði listaverð á 95 oktana bensíni um ellefu krónur í gær. Algengasta hæsta verðið hjá olíuversluninni fór við það úr 201 krónu í fyrradag niður í 188,8 krónur. Hæsta verðið var hjá Skeljungi á höfuðborgarsvæðinu í gær, 192,5 krónur á lítrann.

Innlent
Fréttamynd

Líst ekki illa á sameininguna

stjórnsýsla Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemd við undirbúning sameiningar skattumdæma landsins, samkvæmt skýrslu sem gefin var út í gær. Um síðustu áramót voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra víðs vegar um landið sameinuð í eitt og landið gert að einu skattumdæmi.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi frjókorna í loftinu

Aldrei hafa fleiri frjókorn mælst í Reykjavík en í apríl og maí síðastliðnum. Þá mældust 2000 frjókorn á rúmmetra á sólarhring. Þetta kemur fram í frjómælingum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakaði ung fötluð börn

Freyja Haraldsdóttir hlaut í gær viðurkenningu úr minningarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar fyrir lokaverkefni sitt í BA-námi í þroskaþjálfarafræði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja draga umsókn til baka

Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

Innlent