Valur

Fréttamynd

Frá Ástralíu til Ís­lands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risa­stórt“

Skoska liðið St.Mir­ren heim­sækir Val í Sam­bands­deild Evrópu í fót­bolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðnings­menn liðsins hafa sett svip sinn á mann­lífið í Reykja­víkur­borg. Einn þeirra á að baki lengra ferða­lag en hinir. Sá heitir Colin Brig­ht. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðar­enda.

Fótbolti
Fréttamynd

Skosk yfir­taka í mið­borg Reykja­víkur

Ó­hætt er að segja að skoska úr­vals­deildar­fé­lagið St. Mir­ren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðar­enda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.um­ferð í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu í fót­bolta. Stuðnings­menn skoska liðsins hafa fjöl­mennt til Reykja­víkur og sett sinn svip á mann­lífið þar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­veisla á Stöð 2 Sport í kvöld

Ó­hætt er að segja að fram­undan sé spennandi Evrópu­kvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eld­línunni í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni út­sendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum andandi ofan í háls­málið á þeim“

„Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mæðgurnar þjálfa saman hjá Val í vetur

Mæðgurnar Sigríður Unnur Jónsdóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir munu þjálfa saman í vetur en þær voru á dögunum kynntar sem þjálfarar 4. flokks Vals í handbolta. Ásdís Þóra er einnig leikmaður meistaraflokks Vals á meðan Sigríður Unnur hefur verið viðloðin þjálfun undanfarin ár.

Handbolti
Fréttamynd

„Það var enginn sirkus“

Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Blásið til Evrópuveislu á Ís­landi

Öll þrjú íslensku félögin sem kepptu í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld fóru áfram í næstu umferð forkeppninnar. Nú stefnir í heljarinnar Evrópuveislu hér á landi í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Fleygðu blysum inn á völlinn

Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia voru allt annað en ánægðir með frammistöðu sinna manna í 4-0 tapi fyrir Val ytra í kvöld. Þeir létu það í ljós undir lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Vals­menn fá Króata í heim­sókn

Valur mun mæta króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Liðið sem vinnur rimmuna vinnur sér inn sæti í riðlakeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Arnar: Maður fær ekki allt sem maður á skilið

Valur náði í jafntefli gegn Vllaznia í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leiknum lauk 2-2 en Ólafur Karl Finsen jafnaði metin þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Arnar Grétarsson var svekktur en þó þokkalega sáttur að fara ekki út með tap á bakinu.

Fótbolti