Skoðun

Götu­salar eða stjórn­mála­menn?

Friðrik Erlingsson skrifar

Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög um stjórnmál og hagsmuni. Fulltrúar flokka bjóða sig fram í kosningum til Alþingis. Einhverjir flokkar fá fleiri atkvæði, aðrir færri.

Skoðun

Rit­skoðun á heims­mæli­kvarða

Hildur Þórðardóttir skrifar

Þegar skoðaðar eru fréttir frá hinum stærstu fjölmiðlum á Vesturlöndum má oft sjá nákvæmlega sama orðalagið í fyrirsögnunum. Þetta er sérlega áberandi í fréttum um loftlagsmál, leiðtogakosningar, gulu vestin í Frakklandi, Pútín Rússlandsforseta, útlendingamál, Covid og stríðið í Úkraínu.

Skoðun

Í­þróttir fyrir alla!

Ingibjörg Isaksen skrifar

Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott.

Skoðun

Ert þú með geð­sjúk­dóm? Mjög lík­lega...

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun.

Skoðun

Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Al­þingi

Andri Björn Róbertsson skrifar

Nú nálgast kosningar til Alþingis Íslendinga. Af því tilefni langar mig að hvetja fólk til að kjósa Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins.

Skoðun

Sam­fé­lag fyrir okkur öll

Alexandra Briem skrifar

Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn.

Skoðun

Pólitíska um­hverfið í dag – svið­sett leik­sýning

Ágústa Árnadóttir skrifar

Pólitíska umhverfið í dag – bæði hér á Íslandi og víða um heim – er eins og sviðsett leiksýning. Valdhafar beita okkur stöðugt sömu gömlu brellunum. Þeir magna upp tilfinningar, skapa ótta og sundra okkur í hópa til að styrkja eigin stöðu.

Skoðun

Reddarinn Geiri í Glaum­bæ - gömul saga og ný

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi.

Skoðun

Almageddon?

Eyþór Kristleifsson skrifar

Sagt hefur verið, að ef maður vilji vera viss um að hætt sé að taka mark á því sem maður segir, þá sé öruggasta leiðin til þess, að fara í pólitík. Hafi hins vegar aldrei verið mark takandi á því sem maður segir er skaðinn lítill.

Skoðun

Varist eftir­líkingar

Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár.

Skoðun

Ís­lenskan okkar allra

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi.

Skoðun

Nær­sýni afinn og baunabyssan

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Þegar ljóst varð að sveitarfélög gætu ekki komið sér undan því að semja við kennara með uppdiktuðum kærum um ólögmæti verkfalls hófst herferð sem var í senn afhjúpandi og raunaleg.

Skoðun

Mið­flokkurinn hefur lausnir á húsnæðis­markaði

Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar

Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu.

Skoðun

Skyldan við ungt fólk og fram­tíðina

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Á Íslandi stunda um tugir þúsunda nemenda nám á framhaldsskólastigi. Sumir í þessum hópi glíma við andlegar áskoranir í sínu lífi á borð við streitu og depurð. Að mati Flokks fólksins hefur þörfin aldrei verið meiri en núna að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni.

Skoðun

Ríkið sviptir 30.400 manns grund­vallar­réttindum sínum

Yngvi Sighvatsson skrifar

Íslenskt samfélag hefur upplifað verulegar breytingar á húsnæðismarkaði, sérstaklega í kringum aldamótin 2000. Á þessum tíma dró ríkið sig að miklu leyti úr beinni aðkomu að uppbyggingu og rekstri félagslegs húsnæðis, sem hafði víðtæk áhrif á húsnæðisöryggi og félagsleg réttindi landsmanna.

Skoðun

Tökum aftur völdin í sjávar­út­vegi

Unnur Rán Reynisdóttir skrifar

Það vekur athygli að Sósíalistaflokkur Íslands er eini flokkurinn sem hefur rætt sjávarútvegsmál af fullri alvöru í aðdraganda kosninga. Örfáir flokkar hafa sagst vilja hærri veiðigjöld í ríkissjóð en útfæra það ekkert nánar. Þó liggur fyrir að veiðigjöldin standa ekki fjárhagslega undir lögboðnu hlutverki ríkissjóðs um þjónustu við ríkisstyrktu-einokunar-útgerðina.

Skoðun

Forarpyttur for­dómanna – forðumst hann!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Fordómar eru eitt það ljótasta sem fylgir mannskepnunni og í skjóli þeirra hafa verið gerðir hlutir sem eru það skuggalegir að ekki verður farið nánar út í þá hér. Það sama mætti reyndar líka segja um þjóðernishyggju, sem er ,,tæki“ sem menn grípa til þegar hreyfa þarf við fólki með ákveðnum hætti og þá alveg sérstaklega í pólitískum tilgangi.

Skoðun

Örugg og fag­leg lyfja­endurnýjun – hagur sjúk­linga

Már Egilsson skrifar

Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja.

Skoðun

Rangar lög­heimilis­skráningar og skyn­semis­hyggja

Ingibjörg Bernhöft skrifar

Í ágúst síðastliðnum skráðu tveir mér óskyldir einstaklingar lögheimili sitt á fasteign minni, þar sem ég bý í með manni mínum. Ég fékk tilkynningu um þessa nýju íbúa í gegnum Island.is og hafnaði skráningunni strax sama dag og ítrekaði 14 dögum seinna.

Skoðun

Leyfum ung­mennum að sofa – hættum að sofa á verðinum

Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar

Eitt af stærstu lýðheilsumálum samtímans snýr að neyslu orkudrykkja, sérstaklega meðal ungmenna. Þetta er ekki aðeins risamál sem snertir svefn og líðan, heldur nær það til margra þátta sem tengjast almennri lýðheilsu þjóðarinnar. Þrátt fyrir vaxandi umræðu um skaðsemi orkudrykkja virðist aðgengi að þeim sífellt verða meira og auglýsingar þeirra oft villandi.

Skoðun

Ís­lensku menntaverðlaunin og vandi ís­lenska skóla­kerfisins

Meyvant Þórólfsson skrifar

Hinn 5. nóvember síðastliðinn voru Íslensku menntaverðlaunin svonefndu veitt í sjötta sinn eftir að þau voru endurvakin frá fyrri tíð. Tilnefningarnar báru vott um metnaðarfullt og skapandi skólastarf, sem vonandi hafði ræktað hjá íslenskum ungmennum þá mannkosti, er forseti Íslands tiltók í lokaræðu sinni við verðlaunaafhendinguna: „Mennsku, samkennd, seiglu, virðingu, hugrekki, auðmýkt og kærleika“.

Skoðun

Dagur ís­lenskrar tungu 2024: Væntum­þykja í 60 ár

Eva María Jónsdóttir skrifar

Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár.

Skoðun

Einka­væðing súr­efnisins

Björn Þorláksson skrifar

Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu.

Skoðun