Viðskipti innlent Sýn gerir víðtækan samstarfssamning við Viaplay Group Sýn og Viaplay hafa gert tímamótasamstarfssamning sem felur í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst. Viðskipti innlent 4.7.2023 09:05 Dæmdur í fangelsi og 153 milljóna sektar vegna skattabrots Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi og greiðslu 153 milljóna króna sektar fyrir meiri háttar skattabrot. Viðskipti innlent 4.7.2023 08:23 Fær 47 milljónir vegna starfslokanna Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. Viðskipti innlent 3.7.2023 18:31 Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 3.7.2023 16:55 Spá samdrætti í komu nýrra íbúða á markaðinn Vænta má þess að að samdráttur verði í nýjum fullbúnum íbúðum hér á landi á næstu árum, samkvæmt nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.971 íbúð á landsvísu sem er fjölgun milli mælinga. Viðskipti innlent 3.7.2023 16:01 Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. Viðskipti innlent 3.7.2023 14:44 Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. Viðskipti innlent 3.7.2023 11:50 Kaupa um tvöfalt meira af lyfjum, heilsu- og snyrtivörum erlendis Íslendingar versluðu í erlendum netverslunum fyrir 2,6 milljarða króna í maímánuði sem nemur 31,4% aukningu milli ára. Tæplega helmingur af innkaupunum eða rúmlega 1,2 milljarðar króna voru verslaðar í erlendum fataverslunum á netinu. Viðskipti innlent 3.7.2023 10:53 Gunnar Hörður til Brussel frá ríkislögreglustjóra Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, hyggst kveðja félaga sína hjá embættinu en hann hefur þess í stað störf í Brussel við samskiptadeild uppbyggingarsjóðs EES. Viðskipti innlent 3.7.2023 10:46 Stjórn Regins fellur ekki frá yfirtökutilboði í Eik Stjórn fasteignafélagsins Regins hyggst standa við áform sín um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar. Stjórnir fasteignafélaganna Reita og Eikar tilkynntu á föstudag að þær hafi samþykkt að ganga til samrunaviðræðna. Viðskipti innlent 3.7.2023 09:26 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. Viðskipti innlent 2.7.2023 14:16 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 2.7.2023 14:01 Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. Viðskipti innlent 1.7.2023 18:59 Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan. Viðskipti innlent 1.7.2023 15:01 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Viðskipti innlent 1.7.2023 08:05 Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt. Viðskipti innlent 30.6.2023 19:53 Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2023 19:25 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. Viðskipti innlent 30.6.2023 16:36 Stefán Þór til First Water Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs. Viðskipti innlent 30.6.2023 15:27 Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Viðskipti innlent 30.6.2023 14:54 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 30.6.2023 13:44 Mardís, Tracey og Elísabet ráðnar til atNorth Mardís Heimisdóttir, Tracey Pewtner og Elísabet Árnadóttir hafa allar verið ráðnar til starfa hjá gagnavers- og ofurtölvufyrirtækinu atNorth. Viðskipti innlent 30.6.2023 10:55 Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila. Viðskipti innlent 30.6.2023 09:23 Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Viðskipti innlent 29.6.2023 20:10 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Viðskipti innlent 29.6.2023 18:47 Erling lætur af störfum hjá Ljósleiðaranum Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Ljósleiðarans hefur óskað eftir því við stjórn Ljósleiðarans að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:29 Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:14 Grétar, Hafdís og Jón til liðs við LSR Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, tvö á svið stafrænnar þróunar og reksturs og einn á eignastýringarsvið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum. Viðskipti innlent 29.6.2023 11:50 Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. Viðskipti innlent 29.6.2023 09:01 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 29.6.2023 06:36 « ‹ 63 64 65 66 67 68 69 70 71 … 334 ›
Sýn gerir víðtækan samstarfssamning við Viaplay Group Sýn og Viaplay hafa gert tímamótasamstarfssamning sem felur í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst. Viðskipti innlent 4.7.2023 09:05
Dæmdur í fangelsi og 153 milljóna sektar vegna skattabrots Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi og greiðslu 153 milljóna króna sektar fyrir meiri háttar skattabrot. Viðskipti innlent 4.7.2023 08:23
Fær 47 milljónir vegna starfslokanna Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. Viðskipti innlent 3.7.2023 18:31
Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 3.7.2023 16:55
Spá samdrætti í komu nýrra íbúða á markaðinn Vænta má þess að að samdráttur verði í nýjum fullbúnum íbúðum hér á landi á næstu árum, samkvæmt nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.971 íbúð á landsvísu sem er fjölgun milli mælinga. Viðskipti innlent 3.7.2023 16:01
Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. Viðskipti innlent 3.7.2023 14:44
Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. Viðskipti innlent 3.7.2023 11:50
Kaupa um tvöfalt meira af lyfjum, heilsu- og snyrtivörum erlendis Íslendingar versluðu í erlendum netverslunum fyrir 2,6 milljarða króna í maímánuði sem nemur 31,4% aukningu milli ára. Tæplega helmingur af innkaupunum eða rúmlega 1,2 milljarðar króna voru verslaðar í erlendum fataverslunum á netinu. Viðskipti innlent 3.7.2023 10:53
Gunnar Hörður til Brussel frá ríkislögreglustjóra Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, hyggst kveðja félaga sína hjá embættinu en hann hefur þess í stað störf í Brussel við samskiptadeild uppbyggingarsjóðs EES. Viðskipti innlent 3.7.2023 10:46
Stjórn Regins fellur ekki frá yfirtökutilboði í Eik Stjórn fasteignafélagsins Regins hyggst standa við áform sín um að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar. Stjórnir fasteignafélaganna Reita og Eikar tilkynntu á föstudag að þær hafi samþykkt að ganga til samrunaviðræðna. Viðskipti innlent 3.7.2023 09:26
Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. Viðskipti innlent 2.7.2023 14:16
Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 2.7.2023 14:01
Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. Viðskipti innlent 1.7.2023 18:59
Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan. Viðskipti innlent 1.7.2023 15:01
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Viðskipti innlent 1.7.2023 08:05
Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt. Viðskipti innlent 30.6.2023 19:53
Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. Viðskipti innlent 30.6.2023 19:25
Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. Viðskipti innlent 30.6.2023 16:36
Stefán Þór til First Water Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs. Viðskipti innlent 30.6.2023 15:27
Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Viðskipti innlent 30.6.2023 14:54
Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 30.6.2023 13:44
Mardís, Tracey og Elísabet ráðnar til atNorth Mardís Heimisdóttir, Tracey Pewtner og Elísabet Árnadóttir hafa allar verið ráðnar til starfa hjá gagnavers- og ofurtölvufyrirtækinu atNorth. Viðskipti innlent 30.6.2023 10:55
Fastus innkallar spaða vegna arómatísks amíns Fyrirtækið Fastus hefur innkallað „Paderno World Cuisine“ eldhússpaða úr plasti. Ástæðan er að flæði arómatísks amíns fer yfir leyfileg mörk samkvæmt reglugerðum. Viðskiptavinir eru beðnir um að hætta notkun vöru hennar og farga henni eða skila. Viðskipti innlent 30.6.2023 09:23
Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Viðskipti innlent 29.6.2023 20:10
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Viðskipti innlent 29.6.2023 18:47
Erling lætur af störfum hjá Ljósleiðaranum Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Ljósleiðarans hefur óskað eftir því við stjórn Ljósleiðarans að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:29
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:14
Grétar, Hafdís og Jón til liðs við LSR Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, tvö á svið stafrænnar þróunar og reksturs og einn á eignastýringarsvið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum. Viðskipti innlent 29.6.2023 11:50
Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. Viðskipti innlent 29.6.2023 09:01
Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 29.6.2023 06:36