Sökuðu stjórnarflokka um valdarán 1. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira