Innlent

Rifrildi, inn­brot og eftir­för

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fimm gistu fangageymslur lögreglu í morgun.
Fimm gistu fangageymslur lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt í kjölfar rifrildis milli tveggja manna sem endaði með því að annar þeirra dró upp eggvopn.

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangagklefa og er málið í rannsókn.

Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í verslun í miðbænum. Sá sem hringdi í lögreglu varð vitni að innbrotinu og fylgdi gerandanum eftir en sá komst undan. Lögreglu tókst hins vegar að hafa uppi á honum skömmu síðar og reyndist hann með þýfið meðferðis.

Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Ökumaður reyndi að komast undan á bifreið sinni þegar lögregla hugðist hafa af honum afskipti en hann var handtekinn eftir stutta eftirför og er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×